Sunday, November 30, 2008

Frægð í Ástralíu og mamma og pabbi verða lent eftir ca 12 tíma:)

Jæja best að koma með eina stutta færslu, svona til öryggis ef einhver skyldi vera að lesa bloggið okkar, veit að það gerist ekki mikið á þessu bloggi, ætla ekki að koma með neinar afsakanir, en samt sem áður er búið að vera ansi mikið að gera í vinnunni hjá mér. Svo ég haldi nú áfram að tala um vinnuna þá virðist vera að ég sé orðin "fræg" í Ástralíu, hehe, nei nei ekki alveg. En það er nú frekar fyndið. Ég er sem sagt með eina í sjúkraþjálfun sem stjórnar einhverjum útvarpsþætti á einni stöðinni hérna í Sydney, er reyndar local stöð þannig hún er ekki um alla Sydney. Hún sem sagt kom til mín í sjúkraþjálfun og sagði mér að hún hefði verið að tala um mig í þættinum sínum. Þau höfðu eitthvað verið að tala um hvað þau hefðu verið að gera og hún fór þá að tala um að hún hefði verið  hjá sjúkraþjálfaranum sínum. Þá fór önnur að tala um að hún hefði nú verið hjá einum stórum karlmannssjúkraþjálfara sem hefði alveg verið að drepa hana. Þá sagði hún....ég er nú hjá einni lítilli ljóshærðri og ég get lofað þér að það er sko ekkert skárra:) Já þó maður sé ekki stórvaxin karlmaður, þá getur maður alveg látið finna fyrir sér þegar þess þarf;) Var samt ekki alveg að fatta þetta með ljóshærða hárið, en allir hérna down under segja að ég sé ljóshærð, á íslenskum mælikvarða, ekki svo viss, meira brunette eins og þeir segja. Já það eru ekki allir sem fá umfjöllun í áströlsku útvarpi, hehe:)

Jæja svo er komið að stóru stundinni hjá okkur litlu fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru að lenda down under eftir um það bil 12 tíma. Ég á svolítið erfitt með að trúa þessu, þar sem maður hefur verið að telja niður í ca 5 mánuði held ég. Þannig ég veit ekki hvað ég verð mikið í tölvunni næsta mánuðinn, en reyni nú að koma með smá fréttir af okkur. Annars erum við að stefna að því að ferðast eitthvað smá og svo eru það náttúrlega áströlsk jól og svo flutningar til Adelaide og skóli hjá mér. Já nóg af spennandi tímum framundan, ég leyfi ykkur að fylgjast með og endilega commentið eitthvað sniðugt hérna hjá okkur. 

knús á allt liðið heima
Fjölskyldan down under

Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

Thursday, October 30, 2008

31 dagur í ömmuna og afann:)

Jæja ætla nú að koma með svona smá fréttaskot, það er allavega einhver að fylgjast með hérna á síðunni, fólk er kannski búið að gefast upp vegna lélegrar blogg frammistöðu húsmóðurinnar á heimilinu.

Það er nú svo sem ekkert nýtt að frétta af okkur, við erum náttúrlega hálffegin að vera bara hénra hinum megin á hnettinum á meðan allt er í skralli heima. Ekki það að við finnum alveg fyrir því en maður sleppur við þessar endalausu umræður um þetta. Reyndar er fólkið mitt sem er í sjúkraþjálfun hjá mér og vinnufélagar mínir farnir að vorkenna mér að ég sé Íslendingur, já eins og maður hefur nú alltaf verið ansi stoltur Íslendingur, er það alveg enn en kannski ekki eins mikið eins og staðan er í dag. Einn vinnufélagi minn var í Englandi núna í 3 vikur og við erum allavega ekki beint vinsæl þar eins og allir vita.

En af einhverju skemmtilegra. Það er allt á fullu hér eins og annars staðar, Himmi er í töluðum orðum að klára síðasta tímann sinn í skólanum og svo er það bara ppppprófffflessssstur til 19.nóv...úff já það verður gaman. Og þá er líka ansi stutt í að amman og afinn koma til okkar,við getum hreinlega ekki beðið eftir að fá þau, enda ekki búin að sjá þau í rúmlega 8 mánuði, jamms met hjá Betunni, örverpið aldrei verið svona lengi frá mömmu sinni og pabba, hehe;)

Svo er það alveg komið á hreint með skólann minn. Við erum sem sagt að flytja til hins merka stað Adelaide í byrjun janúar þar sem ég mun hefja námsferil minn í University of South Australia hinn 13.jan og ef allt gengur að óskum mun honum ljúka hinn 31.des 2009. Ég hlakka ekkert smá til að fara að setjast á skólabekk, já það er alveg ótrúlegt, eins og maður var fegin að vera búin með námið heima, þá sækist maður alltaf aftur og aftur að setjast á skólabekk. Ætli maður verði ekki þannig í lok árs, geti ekki beðið eftir að klára....ég skal tala við ykkur þá:)
Það er reyndar ennþá óráðið með Himmalinginn, hann gæti þurft að vera hérna í jan-feb og taka þessi 2 fög sem hann á eftir, ef hann getur ekki tekið það í Adelaide...þannig ennþá smá óvissa hjá fjölskyldunni, en það er svo sem ekkert nýtt þessa dagana og Betan farin að taka þessu öllu saman með alveg einstakri ró og yfirvegun, Já eins og málshátturinn segir: batnandi mönnum er best að lifa:)

Tommafréttir: Tómas er hress að vanda. Orðinn og hefur reyndar alltaf verið ANSI sprækur strákur. Farinn að tala aðeins meira á ensku, það nýjasta er lets go...., mjög sætt að heyra hann reyna að tala ensku, svo náttúrlega bullar hann út í það endalausa inn á milli. En þær í leikskólanum segja hann vera farinn að tala meira og meira og hann er víst orðinn bara mjög góður leikskólastrákur, farinn að dunda sér meira við að lita og fleira. Uppáhaldið hans er náttúrlega og hefur alltaf verið að liggja bara á gólfinu og keyra bílinn sinn, þarf ekki mikið til að gleðja litla kall. Hann gerir sér nú ekki grein fyrir að amma og afi séu að koma þó maður sé alltaf að segja honum það, þannig það verður algjört ævintýri að sjá viðbrögðin hjá honum þegar hann sér þau:)

Jæja gott fólk, komið gott af fréttaskoti í bili. Commentið nú eitthvað skemmtilegt elskurnar mínar, það er SVO gaman að fá smá kveðjur þegar maður er svona endalaust langt í burtu.

P.S. Það eru líka komnar einhverjar nýjar myndir á picasa og erum að fara að skella inn október, þannig þið getið hlakkað til einhvers;)

Knús á alla
Fjölskyldan í ÓrafjarrilíuCheck out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

Wednesday, October 8, 2008

Skemmtileg heimsókn í vinnuna í dag....

Jæja mamman á heimilinu gaf sér loksins tíma til að blogga smá, litli kall farinn að sofa og stóri kall í skólanum.
Já það er nú ekki góðu fréttirnar sem maður fær að heiman þessa dagana, svolítið skrítið að vera staddur hinum megin á hnettinum þegar Íslandið manns er bókstaflega að fara til fj...... Við erum náttúrlega að fylgjast með á netinu og svo fær maður glóðvolgar fréttir í gegnum skypið, já ekki gaman og þetta hefur svo sannarlega áhrif á okkur námsmennina í útlöndum:/.

En af öðrum málum. Af okkur er bara fínt að frétta. Stubburinn á heimilinu stendur sig svo svakalega vel í leikskólanum að í hvert skipti sem maður kemur að sækja hann tala stelpurnar um það. Í hvert skipti sem við komum að sækja hann tekur líka við heljarinnar athöfn við að kveðja alla, það má sko ekki gleyma að knúsa og kyssa neinn. Svo er snuddukallinn okkar líka alveg hættur með snudduna á leikskólanum, fær hana bara rétt áður en maður fer að sofa...æi það er bara svo gott að lúlla með snuddu;). Bleyjan er alveg farin, ég hef alltaf spurt hann hvort hann vilji bleyju lúlla og alltaf jánkar litli kall nema eitt kvöldið þá bara nei takk....greinileg tilbúinn og það hefur gengið alveg eins og í sögu:) Já maður er orðinn stór strákur, það er alveg á hreinu og með sterkar og ákveðnar skoðanir líka.

Annars gengur enskan svona ágætlega hjá Tómasi, finnst þetta nú vera að koma ansi hægt hjá honum, en hef það samt á tilfinningunni að hann skilji mun meira en hann talar. Hann er nú orðinn altalandi en stundum er eins og hann sé að rugla saman svolítið enskunni og íslenskunni.

En að enn öðru. Við fengum nú heldur betur skemmtilega heimsókn í vinnuna í dag, eða þannig. Við vorum þarna þrjú, ég með einn inni hjá mér og skyndilega heyri ég bara o my god. Er ekki þessi heljarinnar könguló í einu horninu þar sem afgreiðslan er. Úff ég er að tala um það stærsta sem Elísabet Birgisdóttir hefur á ævinni séð, segjum svona næstum því lófastærð. Mér leið hreint út sagt hræðilega að vita af kvikindu þarna í horninu og var sko ekkert á því að fara neitt. Það endaði með að Kris og Kerina heljarmenni losuðu okkur við hana, það þýddi sko ekki að ræða við Betuna um það. Já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og sjá eitthvað nýtt hér í Ástralíu og væntanlega er þetta bara byrjunin.

Jæja ekki var það fleira í bili, maður sendir nú bara baráttukveðjur heim á klakann.

kv ÁstralíubúarnirCheck out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

Sunday, September 28, 2008

Smá fréttir af litlu fjölskyldunni í Ástralíu...

Jæja loksins gef ég mér tíma til að setjast niður og skrifa smá fréttir af okkur héðan í Ástralíu(búin að fá nokkrar kvartanir um leti í kellingunni;).


Ég er náttúrlega byrjuð að vinna fulla vinnu núna, búin að vera núna í rúmar 2 vikur og finnst það mjög fínt, en á sama tíma lítill tími fyrir annað. Ég er sem sagt að vinna á tveimur stöðum, 2 daga í viku á staðnum sem ég hef verið að vinna á og svo hina dagana er ég að vinna á nýju klíníkinni. Vinnufélagarnir mjög fínir og læri mikið af þeim:).

Tómas er farinn að vera alla daga í leikskólanum, sem hentar honum mjög vel. Var oft svolítið erfitt fyrir hann að fara þegar hann var bara 3x í viku, en núna leikur hann á alls oddi og er rosalega sáttur. Hann er nú ekki farinn að tala mikla ensku, skilur samt ótrúlega mikið, en hann er nú reyndar farin að svara mömmu sinni á ensku.....segir alltaf no, og þetta er ansi vinsælt orð þessa dagana.

Himmi er á fullu í skólanum, er reyndar núna komin í viku frí sem hann verður víst að nýta í lærdóm.

Annars er sumarið að skella á hérna hjá okkur, ekki amalegt. Búið að vera ansi gott veður, hitinn farið upp í 34 gráður sem er nokkuð heitt. Við höfum nú reynt að nýta helgarnar. Fórum um síðustu helgi með Immie og Todd á ströndina og vorum með barbeque, já fyrsta skiptið sem við upplifum barbeque á ströndinni, en þetta er víst aðalmálið í Ástralíu, þannig við eigum væntanlega eftir að upplifa það aftur.

Í dag fórum við svo í Ku-ring-gai Chase national park, sem er svona í 4o mín fjarlægð hjá okkur. Ætluðum að testa klifur þar. Þegar komið var á staðinn var þetta ekki alveg eins gott og menn voru búnir að halda fram í klifurbókinni, ekki alveg bestu aðstæðurnar, sérstaklega þegar maður er með einn 3 ára sem á erfitt með að vera kyrr. Maður þurfti eiginlega að brjótast í gegnum runna og fleira til að komast að klettunum, og við fjölskyldan kannski ekki alveg tilbúin í þann pakka,þar sem maður veit aldrei hvað verður á vegi manns í óbyggðum Ástralíu;) Litla fjölskyldan ákvað því að skella sér á Palm Beach, alveg frábær staður, strönd, surf og klifur....allt á sama stað. Við mættum á svæðið, komum okkur vel fyrir á ströndinni, með nesti og nýja skó en þegar við vorum búin að vera í svona um það bil hálftíma haldiði að það skelli ekki á þessi þvílíki vindur, þá meina ég ekki nokkur vindstig, heldur jaðraði við storm. Ströndin tæmdist náttúrlega á augabragði og Tómasi greyinu stóð nú ekki á sama. Við álpuðumst því aftur í bílinn og héldum heim á leið:) Já það er ekki bara á Íslandi sem er allra veðra von.

Annars eru allir sprækir hérna, maður er nú farin að telja niður þangað til mamma og pabbi koma, þau koma 1.des og verða hjá okkur til 15.jan. Maður er nú byrjaður að reyna að plana eitthvað sniðugt fyrir þau gömlu:) Svo vona ég að systan mín komi yfir jólin, það á ennþá eftir að koma í ljós, en við erum að spá í að fara saman upp á Great barrier reef og vera þar yfir jólin:)

Jæja fréttaskoti hjá Betu lokið í bili
Kv frá Ástralíu:)

Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

Thursday, August 21, 2008

Matarboð og skíðaferð til Perisher:)

Það er víst komin tími á smá fréttaskot frá okkur fjölskyldunni í Ástralíu. Það er víst búið að vera í nógu að snúast hjá okkur síðustu vikur.

Við fórum í matarboð til Eydísar Konráðsdóttur fyrrum sunddrottningar með meiru og mannsins hennar Matt (fyrrum heimsmethafa í sundi, hvorki meira né minna) fyrir tveimur vikum síðan. Þau eru einmitt með einn lítinn strák, hann Alexander sem er einu ári yngri en Tómas. Það var æðislegt að hitta þau og elduðu þau handa okkur dýrindis máltíð og áttum við frábæra kvöldstund saman. Litlu guttarnir léku sér saman allt kvöldið með Tomma togvagn, þvílíkt sáttir:)
Síðan um síðustu helgi þá skelltum við okkur fjölskyldan á snjóbretti og skíði til Perisher. Já trúið því, það er hægt að fara á snjóbretti í Ástralíu:). Robert vinur hans Himma úr skólanum og Erla komu með okkur, en kærastinn hennar Erlu hann Luke er að vinna á skíðasvæðinu. Það var alveg æðislegt að komast á bretti, ég var eiginlega búin að gleyma hvað var gaman, þar sem ég hef ekki verið mjög iðin við það síðastliðin ár:) Þetta var nú svolítið öðruvísi en vanalega þar sem við höfum ekki farið með litla Tommalinginn okkar áður, þannig við foreldrarnir skiptumst bara á að renna okkur á meðan hitt var að snjóþotast og skíðast með Tómasi:) Fyrst þegar við komum á skíðasvæðið var Tómas nú ekki alveg sáttur með að fara í snjóinn og gerði okkur foreldrunum aðeins erfitt fyrir. Eftir svona hálftíma var hann sáttasta barn í heimi, renndi sér á snjóþotunni niður brekkuna og bar hana upp sjálfur, þvílíkt sáttur með nýju sólgleraugun sem pabbi keypti handa honum. Barnið var líka úrvinda eftir daginn og sofnaði ansi vel um kvöldið. Við gistum með ca 10 manns í stóru húsi sem Anne, vinkona Himma úr Nikita reddaði. Laugardagskvöldið var tekið rólega með pizzuáti og smá bjórsötri því ætlunin var að taka sunnudaginn snemma. Veðrið á sunnudeginum var alger snilld, heiðskírt og þvílíkt gott veður. Himmi byrjaði að renna sér með Roberti, svo fór ég og þegar ég kom aftur haldiði ekki að það fyrsta sem mamman sér er litli kúturinn sinn að renna sér á skíðum niður brekkuna. Ég get eiginlega ekki lýst hversu stolt ég var, þið þekkið það nú þið mömmur sem lesið þetta hversu stoltur maður getur orðið af litlu ungunum sínum:). Hann var alveg ótrúlega duglegur. Það reyndist nú í fyrstu erfitt að koma honu má skíðin en eftir smástund var ekki aftur snúið...meira meira heyrði maður bara frá litla kútnum, þvílíkt sáttur við hlutskipti sín:) Þannig í lok sunnudagsins fóru allir rosalega sáttir heim. Við vorum nú ekki komin heim fyrr en 2 um nóttina, þar sem það tekur alveg 6 tíma að keyra, en algjörlega þess virði.

Annars er svo sem ekki mikið annað að frétta, dagarnir líða hér eins og annars staðar, Himmi í skólanum, Tómas í leikskólanum og ég í vinnunni. Ég var reyndar að fá svar frá The University of South Australia um að ég sé komin inn í skólann, þannig núna þarf að fara að plana. Ég var nú eitthvað að spá í að sækja um 2 aðra skóla í Perth, en ég ætla bara að sjá til, er mjög spennt fyrir þessum skóla. Hann byrjar reyndar í janúar og það er spurning hvenær Himmi klárar, þannig það þarf að skipuleggja hvernig þetta verður. Ég er nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því samt, þar sem ég veit að við munum finna góðan flöt á þessu öllu saman.

En það eru víst engar óléttufréttir héðan af okkur eins og alls staðar annars staðar. Já þvílíku sprengjuna hef ég ekki séð áður, ég er nú samt svekktust yfir að geta ekki verið á staðnum til að knúsa öll þessi litlu kríli sem eru að koma í heiminn, en svona er það nú.

Þar sem ég sit hérna við tölvuna með teppi verð ég að skjóta inn að í töluðum orðum var ég að heyra í sjónvarpinu að dagurinn í dag er kaldasti dagurinn í Sydney í 12 ár, 14°, takk fyrir. En nú er ég farin að hlakka til sumarsins, fer nú að vora bráðum þannig það styttist í sumarið hérna hjá okkur. Svo erum við nú búin að vera að reyna að hugsa það út hvernig mögulega sé hægt fyrir okkur að horfa á "strákana okkar" í kvöld rústa Spánverjum í undanúrslitunum. Því miður virðist það vera hið ómögulega. Verðum við því að sætta okkur við útsendingu á rás2+mamma ætlar að reyna að vera með vefmyndavélina á fyrir mig í gegnum skypið;). Svo verða úrslitaleikirnir tveir sýndir á sunnudaginn...já líka hérna í Ástralíu og ætli það verði ekki smá Íslendingahittingur í tilefni þess:)

Jæja fréttaskoti lokið í bili, reyni að vera aðeins duglegri við að koma með fréttir.
Knús frá skyttunum þremur í Ástralíu:)Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

Monday, August 4, 2008

Verlsunarmannahelgi í Ástralíu

Já það var aldeilis haldið uppá Verslunarmannahelgina með pompi og prakt hérna down under, þrátt fyrir að það hafi ekki verið í tjaldi í grenjandi rigningu í Eyjum....Thank god. Við sem sagt skötuhjúin fórum á tónleika með Sigurrós á laugardagskvöldið. Kvöldið byrjaði á því að við hittum nokkra aðra Íslendinga sem eru hér í Sydney á Clock bar. Óli var fengin í barnapíuhlutverkið þetta kvöld en þar sem kvöldið var tekið ansi snemma ákváðum við að taka Tómas með okkur niður í bæ og svo myndu þeir vinirnir halda heim þegar við hjónin færum á tónleikana. Þegar við mættum á Clock bar voru nokkrir af Íslendingunum mættir en þegar við mættum með Tommalinginn þá vorum við vinsamlegast beðin um að yfirgefa staðinn þar sem börn væru ekki velkomin þarna inn, common klukkan var 5 um daginn. Þannig við og annað íslenskt par þau Sigurlaug og Palli sem eru með eina 2 mánaða snúllu þurftum að yfirgefa staðinn. Við ákváðum því að setjast niður með Robert (vinur hans Himma frá Sviss) og Óla á Pizza Birra og fá okkur pizzu fyrir tónleikana. Eftir alveg þrusugóða, ekta ítalska pizzu sérbruggaðann Birra var farið á tónleikana með smá stoppi á einum bar og þar hittum við alla Íslendingana aftur. Það er frekar fyndið hvað maður er ánægður að hitta aðra Íslendinga, enda ekki á hverjum degi þessa dagana sem maður hittir samlanda sína:). Þegar Sigurrós steig svo á svið þá langaði manni helst að láta ALLA vita að maður væri nú ÍSLENDINGUR, já þjóðerniskenndin var ansi sterk á meðan á tónleikunum stóð. Eftir alveg súper tónleika ætluðum við nú svo heldur betur að fá að hitta Jónsa og félaga, hehe, héldum nú að þar sem við værum ÍSLENDINGAR að þeir hlytu nú að vilja heilsa upp á okkur:) En neibb, ekkert gekk þrátt fyrir góða tilraun og ég er ekki frá því að maður var farin að fá smá grúppíufíling þarna undir lokin. Svo var nú haldið heim á leið en leigubílstjórinn sem í upphafi allavega átti að keyra mig og Himma heim toppaði nú alveg kvöldið þegar hann neitaði bókstaflega að keyra okkur heim þar sem Rhodes væri frekar langt frá. Ég verð nú að fá að segja alla söguna. Allavega við vorum búin að labba ansi langt og Betan orðin ansi þreytt í fótunum eftir að vera búin að reyna að vera pæja allt kvöldið í háum hælum. Loksins náðum við nú einum bíl, settumst upp í og þegar við sögðum hvert leiðinni væri haldið hristi leigubílstjórinn bara höfuðið, greinilega mjög ósáttur en keyrði af stað. Eftir svona 3 mín í bílnum, stoppaði hann skyndilega og sagði að bíllinn væri bilaður, að hann hristist svo og að hann gæti ekki keyrt okkur. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, held að þetta sé nú í fyrsta skipti sem mér er bókstaflega hent út úr leigubíl. Þannig að við skötuhjúin enduðum á að taka lestina heim, en svo sannarlega sátt við frábært kvöld:)
Sunnudagurinn var svo tekin snemma, ræs klukkan 8 um morgunin þar sem stefnan var sett á klifur í Nowra, sem er alveg rúmlega 2 klukkutímar í keyrslu frá okkur. Við vorum nú búin að plata Hjördísi og Loga að koma með okkur, þannig þau voru pikkuð upp....Logi greyið "smá" þunnur eftir almennilegt verlsunarmannahelgardjamm kvöldinu áður og sagði nú ekki mikið á leiðinni til Nowra og leiðin tók jafnvel aðeins lengri tíma, ekki af því að við þurftum að stoppa til að hleypa Loga greyinu út :) Svo var tekið vel á því í Nowra og þynnkan hans Loga held ég hafi horfið um leið og hann sá klettana sem hann átti að fara að klifra. Dagurinn heppnaðist allavega glimrandi vel, Tómas svaf nánast allan tímann úti í náttúrunni, mjög hentugt fyrir foreldrana og Hjördís og Logi súper ánægð með fyrsta klifrið sitt:)

Nóg í bili
kv Elísabet, Himmi og Tómas

Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

Tuesday, July 22, 2008

Kominn tími á smá fréttir:)


Jæja ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg fréttir.


Héðan af okkur familiunni er allt gott að frétta. Það er allavega greinilegt að það er aðeins meira að gera hjá mömmunni núna heldur en áður, eins og sést kannski á tíðni bloggfærslna hérna á síðunni. Allavega þá er maður farin að vinna eins og herforingi, eða kannski ekki eins og herforingi en ég er að vinna núna 2x í viku og 9 tíma á dag, þannig heilinn er ansi lúinn eftir daginn og því fínt að fá smá pásu til að endurnæra hann. Er að bíða eftir að nýja stofan opni, þá fer ég að vinna alla daga, þá held ég að heilinn muni bókstaflega springa. Það er svo margt nýtt fyrir manni hér . Þó svo að fólkið sem kemur í meðferð til manns sé að öllu leyti með sömu uppbyggingu og við heima á Fróni og eru að dila við svipuð vandamál þá er margt annað nýtt fyrir manni. Maður er farin að tjá sig á öðru tungumáli en maður á að venjast, útskýrir allt á ensku, svarar í símann á ensku, allt tölvukerfið er á ensku, öll læknabréf og þess háttar á ensku og þar fram eftir götunum, er samt ekki að kvarta, tek það skýrt fram...hehe. Þetta er allavega frekar nýtt fyrir manni og mikið að meðtaka. Svo ég tali nú ekki um flotta júníformið okkar, svartir skór og svartar, frekar fínar buxur, helst með BROTI (sem er svo ekki Betan, ef þið þekkið hana) og svo má ekki gleyma pólóbolnum (sjá mynd að ofan af ánægða sjúkraþjálfaranum...ekki þroskaheftur sjúkraþjálfari, bara ánægður). Það er reyndar mjög þægilegt að vera í svona júníformi, þá þarftu aldrei að hugsa um í hverju þú ætlar í vinnuna, mjög hentugt. Mér líkar allavega rosalega vel í vinnunni og þau eru búin að taka ansi vel á móti manni og virðast virða það vel að ég sé að koma annars staðar frá og er að læra margt í fyrsta skipti, þannig þau gefa mér alveg svigrúm til að átta mig á hlutunum. Þau tala reyndar óþægilega mikið um að ég sé einhver fyrrverandi Íslandsmeistari í indoor climbing og hvort ég ætli ekki að nota "my magical climber fingers" í meðferðum...hehe, þegar ég heyrði þetta í dag frá einum samstarfsmanni mínum, þá hélt ég mundi springa úr hlátri. Ég er nú búin að reyna að fara fínt í það að Ísland sé nú ekki svo stórt og það sé nú kannski ekki mikil samkeppni og ég sé nú ekki beint góð....en þau virðast ekki hlusta. Nú bíð ég bara eftir að þau biðji mig um að taka sig í Sydney indoor climbing centre til að fara að klifra með sér:/ Við erum að reyna að vera dugleg að klifra, getur verið svolítið erfitt að fitta því inn í planið, sérstaklega með einn ANSI fjörugan með sér, þar sem hann er víst ekki ennþá nokkurra mánaða og liggur í kerru og sefur á meðan foreldrarnir klifra:). En það styttist nú í að sá stutti fari að vilja taka í nokkrar festur, við foreldrarnir getum allavega ekki beðið, skórnir bíða hans allavega, þó hann sé nú reyndar búin að testa þá aðeins, meira að segja í Boulderi á Palm Beach;).


En nóg af mér og vinnunni. Himminn er í vetrarskólanum, í einhverjum Terrorisma áfanga, ég vona bara að minn heittelskaði fari nú ekki að hella sér alvarlega út í það í framtíðinni. Svo er stubburinn á heimilinu eldhress, farinn að segja aðeins fleiri orð á ensku og virðist skilja þó nokkuð og svo virðist sem hann sé búinn að stofna sitt eigið tungumál, sem því miður mamma hans skilur ekki alveg, já svona er að heyra íslensku, ensku og jafnvel kínversku á sama degi, en þetta kemur allt hjá honum, trúi ekki öðru. Bleyjuleysið gengur vel, þó hann sofi nú reyndar með bleyjuna ennþá á nóttinni, en ekki er alveg hægt að segja það sama um dudduna. Hann er reyndar bara með hana þegar hann fer að sofa, en honum þykir allavega ansi vænt um duddurnar sínar ennþá og ekki alveg tilbúinn að skilja að skiptum við þær.


Jæja gott fólk fréttaskoti far away lokið í bili. Commentið nú eitthvað sniðugt hérna inná:)


Knús frá Ástralíubúunum.Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78