Wednesday, October 8, 2008

Skemmtileg heimsókn í vinnuna í dag....

Jæja mamman á heimilinu gaf sér loksins tíma til að blogga smá, litli kall farinn að sofa og stóri kall í skólanum.
Já það er nú ekki góðu fréttirnar sem maður fær að heiman þessa dagana, svolítið skrítið að vera staddur hinum megin á hnettinum þegar Íslandið manns er bókstaflega að fara til fj...... Við erum náttúrlega að fylgjast með á netinu og svo fær maður glóðvolgar fréttir í gegnum skypið, já ekki gaman og þetta hefur svo sannarlega áhrif á okkur námsmennina í útlöndum:/.

En af öðrum málum. Af okkur er bara fínt að frétta. Stubburinn á heimilinu stendur sig svo svakalega vel í leikskólanum að í hvert skipti sem maður kemur að sækja hann tala stelpurnar um það. Í hvert skipti sem við komum að sækja hann tekur líka við heljarinnar athöfn við að kveðja alla, það má sko ekki gleyma að knúsa og kyssa neinn. Svo er snuddukallinn okkar líka alveg hættur með snudduna á leikskólanum, fær hana bara rétt áður en maður fer að sofa...æi það er bara svo gott að lúlla með snuddu;). Bleyjan er alveg farin, ég hef alltaf spurt hann hvort hann vilji bleyju lúlla og alltaf jánkar litli kall nema eitt kvöldið þá bara nei takk....greinileg tilbúinn og það hefur gengið alveg eins og í sögu:) Já maður er orðinn stór strákur, það er alveg á hreinu og með sterkar og ákveðnar skoðanir líka.

Annars gengur enskan svona ágætlega hjá Tómasi, finnst þetta nú vera að koma ansi hægt hjá honum, en hef það samt á tilfinningunni að hann skilji mun meira en hann talar. Hann er nú orðinn altalandi en stundum er eins og hann sé að rugla saman svolítið enskunni og íslenskunni.

En að enn öðru. Við fengum nú heldur betur skemmtilega heimsókn í vinnuna í dag, eða þannig. Við vorum þarna þrjú, ég með einn inni hjá mér og skyndilega heyri ég bara o my god. Er ekki þessi heljarinnar könguló í einu horninu þar sem afgreiðslan er. Úff ég er að tala um það stærsta sem Elísabet Birgisdóttir hefur á ævinni séð, segjum svona næstum því lófastærð. Mér leið hreint út sagt hræðilega að vita af kvikindu þarna í horninu og var sko ekkert á því að fara neitt. Það endaði með að Kris og Kerina heljarmenni losuðu okkur við hana, það þýddi sko ekki að ræða við Betuna um það. Já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og sjá eitthvað nýtt hér í Ástralíu og væntanlega er þetta bara byrjunin.

Jæja ekki var það fleira í bili, maður sendir nú bara baráttukveðjur heim á klakann.

kv Ástralíubúarnir







Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

1 comment:

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar, bíðum eftir nýrri uppfærslu :)

Knús
Eva Lind