Tuesday, July 22, 2008

Kominn tími á smá fréttir:)


Jæja ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg fréttir.


Héðan af okkur familiunni er allt gott að frétta. Það er allavega greinilegt að það er aðeins meira að gera hjá mömmunni núna heldur en áður, eins og sést kannski á tíðni bloggfærslna hérna á síðunni. Allavega þá er maður farin að vinna eins og herforingi, eða kannski ekki eins og herforingi en ég er að vinna núna 2x í viku og 9 tíma á dag, þannig heilinn er ansi lúinn eftir daginn og því fínt að fá smá pásu til að endurnæra hann. Er að bíða eftir að nýja stofan opni, þá fer ég að vinna alla daga, þá held ég að heilinn muni bókstaflega springa. Það er svo margt nýtt fyrir manni hér . Þó svo að fólkið sem kemur í meðferð til manns sé að öllu leyti með sömu uppbyggingu og við heima á Fróni og eru að dila við svipuð vandamál þá er margt annað nýtt fyrir manni. Maður er farin að tjá sig á öðru tungumáli en maður á að venjast, útskýrir allt á ensku, svarar í símann á ensku, allt tölvukerfið er á ensku, öll læknabréf og þess háttar á ensku og þar fram eftir götunum, er samt ekki að kvarta, tek það skýrt fram...hehe. Þetta er allavega frekar nýtt fyrir manni og mikið að meðtaka. Svo ég tali nú ekki um flotta júníformið okkar, svartir skór og svartar, frekar fínar buxur, helst með BROTI (sem er svo ekki Betan, ef þið þekkið hana) og svo má ekki gleyma pólóbolnum (sjá mynd að ofan af ánægða sjúkraþjálfaranum...ekki þroskaheftur sjúkraþjálfari, bara ánægður). Það er reyndar mjög þægilegt að vera í svona júníformi, þá þarftu aldrei að hugsa um í hverju þú ætlar í vinnuna, mjög hentugt. Mér líkar allavega rosalega vel í vinnunni og þau eru búin að taka ansi vel á móti manni og virðast virða það vel að ég sé að koma annars staðar frá og er að læra margt í fyrsta skipti, þannig þau gefa mér alveg svigrúm til að átta mig á hlutunum. Þau tala reyndar óþægilega mikið um að ég sé einhver fyrrverandi Íslandsmeistari í indoor climbing og hvort ég ætli ekki að nota "my magical climber fingers" í meðferðum...hehe, þegar ég heyrði þetta í dag frá einum samstarfsmanni mínum, þá hélt ég mundi springa úr hlátri. Ég er nú búin að reyna að fara fínt í það að Ísland sé nú ekki svo stórt og það sé nú kannski ekki mikil samkeppni og ég sé nú ekki beint góð....en þau virðast ekki hlusta. Nú bíð ég bara eftir að þau biðji mig um að taka sig í Sydney indoor climbing centre til að fara að klifra með sér:/ Við erum að reyna að vera dugleg að klifra, getur verið svolítið erfitt að fitta því inn í planið, sérstaklega með einn ANSI fjörugan með sér, þar sem hann er víst ekki ennþá nokkurra mánaða og liggur í kerru og sefur á meðan foreldrarnir klifra:). En það styttist nú í að sá stutti fari að vilja taka í nokkrar festur, við foreldrarnir getum allavega ekki beðið, skórnir bíða hans allavega, þó hann sé nú reyndar búin að testa þá aðeins, meira að segja í Boulderi á Palm Beach;).


En nóg af mér og vinnunni. Himminn er í vetrarskólanum, í einhverjum Terrorisma áfanga, ég vona bara að minn heittelskaði fari nú ekki að hella sér alvarlega út í það í framtíðinni. Svo er stubburinn á heimilinu eldhress, farinn að segja aðeins fleiri orð á ensku og virðist skilja þó nokkuð og svo virðist sem hann sé búinn að stofna sitt eigið tungumál, sem því miður mamma hans skilur ekki alveg, já svona er að heyra íslensku, ensku og jafnvel kínversku á sama degi, en þetta kemur allt hjá honum, trúi ekki öðru. Bleyjuleysið gengur vel, þó hann sofi nú reyndar með bleyjuna ennþá á nóttinni, en ekki er alveg hægt að segja það sama um dudduna. Hann er reyndar bara með hana þegar hann fer að sofa, en honum þykir allavega ansi vænt um duddurnar sínar ennþá og ekki alveg tilbúinn að skilja að skiptum við þær.


Jæja gott fólk fréttaskoti far away lokið í bili. Commentið nú eitthvað sniðugt hérna inná:)


Knús frá Ástralíubúunum.











Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

3 comments:

MonKey BrAin said...

Frábært að heyra hvað það gengur vel hjá ykkur - júniformið er ansi flott og þú tekur þig örugglega vel út í brotabuxum:)

Heyrumst fljótlega,
Knús & kossar Karen & co

Thorey said...

Haha já ég gat ekki annað en brosað þegar ég hugsaði um þig í brotabuxum.. :)

En bíddu bíddu af hverju vissi ég ekki af þessum Íslandsmeistaratitli!!

Thelma said...

gaman að fylgjast með ykkur héðan frá fróni og til lukku með að vera byrjuð að vinna Elísabet :-)

Kveðja frá fróni,

Thelma, Jói og börn