Thursday, August 21, 2008

Matarboð og skíðaferð til Perisher:)

Það er víst komin tími á smá fréttaskot frá okkur fjölskyldunni í Ástralíu. Það er víst búið að vera í nógu að snúast hjá okkur síðustu vikur.

Við fórum í matarboð til Eydísar Konráðsdóttur fyrrum sunddrottningar með meiru og mannsins hennar Matt (fyrrum heimsmethafa í sundi, hvorki meira né minna) fyrir tveimur vikum síðan. Þau eru einmitt með einn lítinn strák, hann Alexander sem er einu ári yngri en Tómas. Það var æðislegt að hitta þau og elduðu þau handa okkur dýrindis máltíð og áttum við frábæra kvöldstund saman. Litlu guttarnir léku sér saman allt kvöldið með Tomma togvagn, þvílíkt sáttir:)
Síðan um síðustu helgi þá skelltum við okkur fjölskyldan á snjóbretti og skíði til Perisher. Já trúið því, það er hægt að fara á snjóbretti í Ástralíu:). Robert vinur hans Himma úr skólanum og Erla komu með okkur, en kærastinn hennar Erlu hann Luke er að vinna á skíðasvæðinu. Það var alveg æðislegt að komast á bretti, ég var eiginlega búin að gleyma hvað var gaman, þar sem ég hef ekki verið mjög iðin við það síðastliðin ár:) Þetta var nú svolítið öðruvísi en vanalega þar sem við höfum ekki farið með litla Tommalinginn okkar áður, þannig við foreldrarnir skiptumst bara á að renna okkur á meðan hitt var að snjóþotast og skíðast með Tómasi:) Fyrst þegar við komum á skíðasvæðið var Tómas nú ekki alveg sáttur með að fara í snjóinn og gerði okkur foreldrunum aðeins erfitt fyrir. Eftir svona hálftíma var hann sáttasta barn í heimi, renndi sér á snjóþotunni niður brekkuna og bar hana upp sjálfur, þvílíkt sáttur með nýju sólgleraugun sem pabbi keypti handa honum. Barnið var líka úrvinda eftir daginn og sofnaði ansi vel um kvöldið. Við gistum með ca 10 manns í stóru húsi sem Anne, vinkona Himma úr Nikita reddaði. Laugardagskvöldið var tekið rólega með pizzuáti og smá bjórsötri því ætlunin var að taka sunnudaginn snemma. Veðrið á sunnudeginum var alger snilld, heiðskírt og þvílíkt gott veður. Himmi byrjaði að renna sér með Roberti, svo fór ég og þegar ég kom aftur haldiði ekki að það fyrsta sem mamman sér er litli kúturinn sinn að renna sér á skíðum niður brekkuna. Ég get eiginlega ekki lýst hversu stolt ég var, þið þekkið það nú þið mömmur sem lesið þetta hversu stoltur maður getur orðið af litlu ungunum sínum:). Hann var alveg ótrúlega duglegur. Það reyndist nú í fyrstu erfitt að koma honu má skíðin en eftir smástund var ekki aftur snúið...meira meira heyrði maður bara frá litla kútnum, þvílíkt sáttur við hlutskipti sín:) Þannig í lok sunnudagsins fóru allir rosalega sáttir heim. Við vorum nú ekki komin heim fyrr en 2 um nóttina, þar sem það tekur alveg 6 tíma að keyra, en algjörlega þess virði.

Annars er svo sem ekki mikið annað að frétta, dagarnir líða hér eins og annars staðar, Himmi í skólanum, Tómas í leikskólanum og ég í vinnunni. Ég var reyndar að fá svar frá The University of South Australia um að ég sé komin inn í skólann, þannig núna þarf að fara að plana. Ég var nú eitthvað að spá í að sækja um 2 aðra skóla í Perth, en ég ætla bara að sjá til, er mjög spennt fyrir þessum skóla. Hann byrjar reyndar í janúar og það er spurning hvenær Himmi klárar, þannig það þarf að skipuleggja hvernig þetta verður. Ég er nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því samt, þar sem ég veit að við munum finna góðan flöt á þessu öllu saman.

En það eru víst engar óléttufréttir héðan af okkur eins og alls staðar annars staðar. Já þvílíku sprengjuna hef ég ekki séð áður, ég er nú samt svekktust yfir að geta ekki verið á staðnum til að knúsa öll þessi litlu kríli sem eru að koma í heiminn, en svona er það nú.

Þar sem ég sit hérna við tölvuna með teppi verð ég að skjóta inn að í töluðum orðum var ég að heyra í sjónvarpinu að dagurinn í dag er kaldasti dagurinn í Sydney í 12 ár, 14°, takk fyrir. En nú er ég farin að hlakka til sumarsins, fer nú að vora bráðum þannig það styttist í sumarið hérna hjá okkur. Svo erum við nú búin að vera að reyna að hugsa það út hvernig mögulega sé hægt fyrir okkur að horfa á "strákana okkar" í kvöld rústa Spánverjum í undanúrslitunum. Því miður virðist það vera hið ómögulega. Verðum við því að sætta okkur við útsendingu á rás2+mamma ætlar að reyna að vera með vefmyndavélina á fyrir mig í gegnum skypið;). Svo verða úrslitaleikirnir tveir sýndir á sunnudaginn...já líka hérna í Ástralíu og ætli það verði ekki smá Íslendingahittingur í tilefni þess:)

Jæja fréttaskoti lokið í bili, reyni að vera aðeins duglegri við að koma með fréttir.
Knús frá skyttunum þremur í Ástralíu:)



Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

4 comments:

Anonymous said...

Alttaf gaman að lesa fréttir... litli tengdasonur minn er greinilega dugnaðarpiltur, á svo sem ekki langt að sækja það =)
Mamman fær svo hamingjuóskir með að vera komin inn í námið.

Knús frá Lundi, Elva og co

Anonymous said...

Til lukku með að vera komin inn í námið Beta. Ég er búin að sitja hér fyrir framan tölvuna heillengi og lesa og skoða myndir .... rosa gaman. Það er greinilega stuð hjá ykkur þarna, frábært.
Bestu kveðjur frá Oslo
Kolla og co.

Anonymous said...

Hæ hæ sæta, kíki alltaf endrum og eins á síðuna þína, fæ alltaf nettan fiðring og langar að fara down under, við drífum út þegar Leifi er búinn að læra.

TIL LUKKU ! með að vera komin inn í skólann ertu að fara í samblöndu af MT og sport eins og þú varst að spá áður en þú fórst út ?

Allt fínt að frétta af okkur (engin ólétta hér heldur), var að fá að vita að ég fæ að fara yfir á verkjasviðið á RL um áramótin, mjög glöð yfir því en smá hnútur í maganum að standast samanburðinn við hina þjálfarana þar, Unni Hjalta og co.

Knús Dröfn

Anonymous said...

Hæ sætustu

Kemur ekki á óvart að þið hafið fundið ykkur eitthvað að gera í útlandinu, þvílíkir orkuboltar. Það er svo gaman að lesa bloggið ykkar, lífshamingjan í hámarki ... maður eflist bara við að lesa þetta :)

Varð nú að kvitta fyrir komu minni, mætti nú alveg vera duglegri við það, kíki það oft á ykkur.

Knús og kram til ykkar
Bkv.
Eva Lidn