Thursday, October 30, 2008

31 dagur í ömmuna og afann:)

Jæja ætla nú að koma með svona smá fréttaskot, það er allavega einhver að fylgjast með hérna á síðunni, fólk er kannski búið að gefast upp vegna lélegrar blogg frammistöðu húsmóðurinnar á heimilinu.

Það er nú svo sem ekkert nýtt að frétta af okkur, við erum náttúrlega hálffegin að vera bara hénra hinum megin á hnettinum á meðan allt er í skralli heima. Ekki það að við finnum alveg fyrir því en maður sleppur við þessar endalausu umræður um þetta. Reyndar er fólkið mitt sem er í sjúkraþjálfun hjá mér og vinnufélagar mínir farnir að vorkenna mér að ég sé Íslendingur, já eins og maður hefur nú alltaf verið ansi stoltur Íslendingur, er það alveg enn en kannski ekki eins mikið eins og staðan er í dag. Einn vinnufélagi minn var í Englandi núna í 3 vikur og við erum allavega ekki beint vinsæl þar eins og allir vita.

En af einhverju skemmtilegra. Það er allt á fullu hér eins og annars staðar, Himmi er í töluðum orðum að klára síðasta tímann sinn í skólanum og svo er það bara ppppprófffflessssstur til 19.nóv...úff já það verður gaman. Og þá er líka ansi stutt í að amman og afinn koma til okkar,við getum hreinlega ekki beðið eftir að fá þau, enda ekki búin að sjá þau í rúmlega 8 mánuði, jamms met hjá Betunni, örverpið aldrei verið svona lengi frá mömmu sinni og pabba, hehe;)

Svo er það alveg komið á hreint með skólann minn. Við erum sem sagt að flytja til hins merka stað Adelaide í byrjun janúar þar sem ég mun hefja námsferil minn í University of South Australia hinn 13.jan og ef allt gengur að óskum mun honum ljúka hinn 31.des 2009. Ég hlakka ekkert smá til að fara að setjast á skólabekk, já það er alveg ótrúlegt, eins og maður var fegin að vera búin með námið heima, þá sækist maður alltaf aftur og aftur að setjast á skólabekk. Ætli maður verði ekki þannig í lok árs, geti ekki beðið eftir að klára....ég skal tala við ykkur þá:)
Það er reyndar ennþá óráðið með Himmalinginn, hann gæti þurft að vera hérna í jan-feb og taka þessi 2 fög sem hann á eftir, ef hann getur ekki tekið það í Adelaide...þannig ennþá smá óvissa hjá fjölskyldunni, en það er svo sem ekkert nýtt þessa dagana og Betan farin að taka þessu öllu saman með alveg einstakri ró og yfirvegun, Já eins og málshátturinn segir: batnandi mönnum er best að lifa:)

Tommafréttir: Tómas er hress að vanda. Orðinn og hefur reyndar alltaf verið ANSI sprækur strákur. Farinn að tala aðeins meira á ensku, það nýjasta er lets go...., mjög sætt að heyra hann reyna að tala ensku, svo náttúrlega bullar hann út í það endalausa inn á milli. En þær í leikskólanum segja hann vera farinn að tala meira og meira og hann er víst orðinn bara mjög góður leikskólastrákur, farinn að dunda sér meira við að lita og fleira. Uppáhaldið hans er náttúrlega og hefur alltaf verið að liggja bara á gólfinu og keyra bílinn sinn, þarf ekki mikið til að gleðja litla kall. Hann gerir sér nú ekki grein fyrir að amma og afi séu að koma þó maður sé alltaf að segja honum það, þannig það verður algjört ævintýri að sjá viðbrögðin hjá honum þegar hann sér þau:)

Jæja gott fólk, komið gott af fréttaskoti í bili. Commentið nú eitthvað skemmtilegt elskurnar mínar, það er SVO gaman að fá smá kveðjur þegar maður er svona endalaust langt í burtu.

P.S. Það eru líka komnar einhverjar nýjar myndir á picasa og erum að fara að skella inn október, þannig þið getið hlakkað til einhvers;)

Knús á alla
Fjölskyldan í Órafjarrilíu







Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

5 comments:

Anonymous said...

æðislegt hvað allt gengur vel hjá ykkur;-) Maður á samt alltaf að vera stoltur af því að vera Íslendingur:-)
Luv Linda

Elísabet & Hilmar said...

Já ég er og verð nú alltaf stoltur Íslendingur, það þarf nú meira en þetta til að hindra það:)

Vá hvað ég hef verið að drífa mig að skrifa þetta eða annars hugar, fullt af einhverjum stafsetningarvillum og innsláttarvillum, frúin biður velvirðingar á því:)

Anonymous said...

hæhæ langaði bara að kasta kveðju á ykkur. Skil þig svo vel að telja niður dagana í mömmu og pabba :)
knús Elfa og hinir Hafnfirðingarnir

Anonymous said...

Hæ sæta fjölskylda.

Eigum við að ræða veðrið hjá ykkur *ÖFUND*, á ströndinni ummmmmm. Mín yfir meðallagi stolt af þér að geta allan þennan tíma án m&p, þekki það að vera húkkt á þessa aðila. Það verður bara æði fyrir ykkur að fá þau til ykkar, eigið eftir að nærast á því svona í nokkra daga/mánuði/ár á eftir :)

Tómas er endalaust sætur, hvaðan hefur hann það ..... ekki spurning "hehe". Nú fer ég að fara í nýja húsið mitt fljótlega og þá verður sett upp svona talgrægja í tölvuna, lofa.

Ætla nú ekki að hafa þetta lengra en bloggið þitt, tíds

knús
Eva Lind

Anonymous said...

Hellú!!

Var að skoða okt albúmið... hmmm, ég veit ekki að standa mig - hef bara verið svo upptekin í skólanum(svo ég afsaki mig nú) ... en alla vega, þá værum við sko meira en til í að vera hjá ykkur á ströndinni =) Skil þig vel að vera farin að telja niður i M&P, býst nú við að þau séu farin að telja niður líka ;) Hafið það rosa gott í sumarblíðunni,

Kv. úr skammdeginu í Lundi