Sunday, September 28, 2008

Smá fréttir af litlu fjölskyldunni í Ástralíu...

Jæja loksins gef ég mér tíma til að setjast niður og skrifa smá fréttir af okkur héðan í Ástralíu(búin að fá nokkrar kvartanir um leti í kellingunni;).


Ég er náttúrlega byrjuð að vinna fulla vinnu núna, búin að vera núna í rúmar 2 vikur og finnst það mjög fínt, en á sama tíma lítill tími fyrir annað. Ég er sem sagt að vinna á tveimur stöðum, 2 daga í viku á staðnum sem ég hef verið að vinna á og svo hina dagana er ég að vinna á nýju klíníkinni. Vinnufélagarnir mjög fínir og læri mikið af þeim:).

Tómas er farinn að vera alla daga í leikskólanum, sem hentar honum mjög vel. Var oft svolítið erfitt fyrir hann að fara þegar hann var bara 3x í viku, en núna leikur hann á alls oddi og er rosalega sáttur. Hann er nú ekki farinn að tala mikla ensku, skilur samt ótrúlega mikið, en hann er nú reyndar farin að svara mömmu sinni á ensku.....segir alltaf no, og þetta er ansi vinsælt orð þessa dagana.

Himmi er á fullu í skólanum, er reyndar núna komin í viku frí sem hann verður víst að nýta í lærdóm.

Annars er sumarið að skella á hérna hjá okkur, ekki amalegt. Búið að vera ansi gott veður, hitinn farið upp í 34 gráður sem er nokkuð heitt. Við höfum nú reynt að nýta helgarnar. Fórum um síðustu helgi með Immie og Todd á ströndina og vorum með barbeque, já fyrsta skiptið sem við upplifum barbeque á ströndinni, en þetta er víst aðalmálið í Ástralíu, þannig við eigum væntanlega eftir að upplifa það aftur.

Í dag fórum við svo í Ku-ring-gai Chase national park, sem er svona í 4o mín fjarlægð hjá okkur. Ætluðum að testa klifur þar. Þegar komið var á staðinn var þetta ekki alveg eins gott og menn voru búnir að halda fram í klifurbókinni, ekki alveg bestu aðstæðurnar, sérstaklega þegar maður er með einn 3 ára sem á erfitt með að vera kyrr. Maður þurfti eiginlega að brjótast í gegnum runna og fleira til að komast að klettunum, og við fjölskyldan kannski ekki alveg tilbúin í þann pakka,þar sem maður veit aldrei hvað verður á vegi manns í óbyggðum Ástralíu;) Litla fjölskyldan ákvað því að skella sér á Palm Beach, alveg frábær staður, strönd, surf og klifur....allt á sama stað. Við mættum á svæðið, komum okkur vel fyrir á ströndinni, með nesti og nýja skó en þegar við vorum búin að vera í svona um það bil hálftíma haldiði að það skelli ekki á þessi þvílíki vindur, þá meina ég ekki nokkur vindstig, heldur jaðraði við storm. Ströndin tæmdist náttúrlega á augabragði og Tómasi greyinu stóð nú ekki á sama. Við álpuðumst því aftur í bílinn og héldum heim á leið:) Já það er ekki bara á Íslandi sem er allra veðra von.

Annars eru allir sprækir hérna, maður er nú farin að telja niður þangað til mamma og pabbi koma, þau koma 1.des og verða hjá okkur til 15.jan. Maður er nú byrjaður að reyna að plana eitthvað sniðugt fyrir þau gömlu:) Svo vona ég að systan mín komi yfir jólin, það á ennþá eftir að koma í ljós, en við erum að spá í að fara saman upp á Great barrier reef og vera þar yfir jólin:)

Jæja fréttaskoti hjá Betu lokið í bili
Kv frá Ástralíu:)

Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

1 comment:

Anonymous said...

Sælar

Já gott að heyra að þið hafi það gott. Sumarið komið og þið endalaust dugleg að nýta tímann til að gera eitthvað skemmtó. Það verður gaman að fylgjast með ykkur, bæði hér og á myndasíðunum ykkar.

knús
Eva Lind