Sunday, November 30, 2008

Frægð í Ástralíu og mamma og pabbi verða lent eftir ca 12 tíma:)

Jæja best að koma með eina stutta færslu, svona til öryggis ef einhver skyldi vera að lesa bloggið okkar, veit að það gerist ekki mikið á þessu bloggi, ætla ekki að koma með neinar afsakanir, en samt sem áður er búið að vera ansi mikið að gera í vinnunni hjá mér. Svo ég haldi nú áfram að tala um vinnuna þá virðist vera að ég sé orðin "fræg" í Ástralíu, hehe, nei nei ekki alveg. En það er nú frekar fyndið. Ég er sem sagt með eina í sjúkraþjálfun sem stjórnar einhverjum útvarpsþætti á einni stöðinni hérna í Sydney, er reyndar local stöð þannig hún er ekki um alla Sydney. Hún sem sagt kom til mín í sjúkraþjálfun og sagði mér að hún hefði verið að tala um mig í þættinum sínum. Þau höfðu eitthvað verið að tala um hvað þau hefðu verið að gera og hún fór þá að tala um að hún hefði verið  hjá sjúkraþjálfaranum sínum. Þá fór önnur að tala um að hún hefði nú verið hjá einum stórum karlmannssjúkraþjálfara sem hefði alveg verið að drepa hana. Þá sagði hún....ég er nú hjá einni lítilli ljóshærðri og ég get lofað þér að það er sko ekkert skárra:) Já þó maður sé ekki stórvaxin karlmaður, þá getur maður alveg látið finna fyrir sér þegar þess þarf;) Var samt ekki alveg að fatta þetta með ljóshærða hárið, en allir hérna down under segja að ég sé ljóshærð, á íslenskum mælikvarða, ekki svo viss, meira brunette eins og þeir segja. Já það eru ekki allir sem fá umfjöllun í áströlsku útvarpi, hehe:)

Jæja svo er komið að stóru stundinni hjá okkur litlu fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru að lenda down under eftir um það bil 12 tíma. Ég á svolítið erfitt með að trúa þessu, þar sem maður hefur verið að telja niður í ca 5 mánuði held ég. Þannig ég veit ekki hvað ég verð mikið í tölvunni næsta mánuðinn, en reyni nú að koma með smá fréttir af okkur. Annars erum við að stefna að því að ferðast eitthvað smá og svo eru það náttúrlega áströlsk jól og svo flutningar til Adelaide og skóli hjá mér. Já nóg af spennandi tímum framundan, ég leyfi ykkur að fylgjast með og endilega commentið eitthvað sniðugt hérna hjá okkur. 

knús á allt liðið heima
Fjölskyldan down under





Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

12 comments:

Anonymous said...

Frábært að fá foreldrana.. Það styttist í mína líka, tel niður dagana!!
Bið að heilsa og njótið ykkar saman!
Kveðja frá Wollongong

Anonymous said...

Hæ hæ!
Bara láta vita að ég kíki nú alltaf reglulega og fylgist með ykkur þarna í Ástralíunni;) Gaman að sjá að allt gengur vel. Já ég held að fólk átti sig stundum ekki á því að þessar litlu "ljóshærðu" geta nú alveg látið finna fyrir sér, hehe;) Njóttu þess nú í botn að vera búin að fá foreldrana í heimsókn, mér finnst þú alveg svakalega dugleg að geta verið án þeirra svona lengi;)
Hafið það gott og gangi þér nú vel með skólann og allt hitt:)
Bestu kveðjur Saga

Anonymous said...

Hæhæ!!

Var að skoða myndirnar af ykkur með ömmu og afa.... æðislegar myndir =)
Hafið það nú gott í sólinni yfir jólin,

Kram á línuna (eins og sagt er hér í Sverige)

Elva og fjölskylda

Thelma said...

gaman að heyra að allt gangi nú vel hjá ykkur og að þú sért að fara að byrja í skólanum. Hef nú ekki kíkt á bloggið þitt áður, en skoða reglulega myndaalbúmið ykkar, alltaf gaman að fylgjast með einhverjum sem maður þekki svona langt í burtu :-) Hafið allavega gott yfir jólin og njótið þess að halda jólin yfir hásumar.....það verður nú skrýtið :-)

Kveðja frá stækkandi fjölskyldu,
Thelma, Jói, Rúnar Örn, Sara Daggrós og bumbubúi sem er væntanlegur í heiminn 1.maí'09 :-)

Anonymous said...

Hæ elsku fjölskylda

Yndislegar myndirnar af ykkur, greinilegt að þið hafið það notarlegt saman. Efast ekki um að það sé skrítið að hafa sólina á þessum árstíma en þetta hljómar sem fín tilbreyting, spurning um að fara að breyta til hjá sér og taka ykkur til fyrirmyndar :)

jólaknús til ykkar, líka ömmu og afa.

Eva Lind og co

Anonymous said...

..... eitt enn, eigum við að ræða hvað ég grenjaði þegar ég horfði á myndbandið þegar amma og afi mættu á svæðið.

Ein ólétt og aðeins of viðkvæm :)

KNÚS
Eva Lind

Anonymous said...

Sæl Elísabet og fjölskylda! Eva Lind gaf mér slóðina á síðuna ykkar og ég er aðeins búin að renna yfir skrifin þín. Vá hvað þið hafið það gott þarna úti, lítið vel út og vikið sæl. Gott að sjá það. OMG að sjá myndirnar þegar amma og afi komu út, hlýtur að hafa verið ólýsanleg tilfinning að hittast eftir svona langan aðslilnað. Maður bara öfundar ykkur bara af sumarveðrinu hjá ykkur´, þó það sé nú ekki beint jólalegt, en hér er allur fíni jólasnjórinn horfinn og í dag er slagveður. Vonum bara að við fáum nú aftur snjóföl um jólin. Gaman að fá að fylgjast aðeins með Tómasi vaxa og dafna, flottur strákur sem þið eigið. Segi bara gleðileg jól og hafið það endalaust gott. Kær kveðja til ykkar allra Eygló

Anonymous said...

Hæ frábæra fjölskylda

Var að skoða myndirnar úr fríinu ykkar, þvílíkur draumur ummmmmm. Greinilegt að amma og afi hafa fengið eitthvað út úr þessari ferð með ykkur :)

Ég veit að það er alveg brjálað að gera hjá ykkur en ég vonast nú til að fá fljótlega nýtt blogg og myndir frá nýja staðnum.

knús og kossar
Eva Lind

Anonymous said...

OMG!! Þvílíkar myndir frá jólunum!! Sendið nú nokkrar gráður og sólargeisla hingað til mín... ekki mikið hægt að fara út hér með litlu mús =(

Vonandi hafið þið það gott á nýja staðnum og ég efast ekki um að þú rúllar þessu námi upp Elísabet.

Knús á ykkur öll,
Elva og gengið

Anonymous said...

Hæ sætu

Nú er ég og Þengill búin að eyða ca 2 klst í að skoða myndir á síðunni ykkar og video af Tómasi. Ég fæ alltaf að heyra mig langar líka, má ég sjá hann á skíðum, í sjónum osfrv.

Yndislegar nyjustu myndirnar af ykkur, þvílík paradís.

knús
Eva Lind og co

Anonymous said...

Varðandi dúkkuna hans Þengils, hann Tómas þá er það eftir þínum dúdda. Var alveg á því að svona lítið krútt ætti að heita Tómas. Það munar að vera nokkrum mánuðuðm eldri :)

Knús
Eva Lind

Anonymous said...

Nú er komið að mér að kvarta!! Pant fá meiri fréttir takk ;)

Knús frá Vetrarlandinu

Elva og rest