Monday, August 4, 2008

Verlsunarmannahelgi í Ástralíu

Já það var aldeilis haldið uppá Verslunarmannahelgina með pompi og prakt hérna down under, þrátt fyrir að það hafi ekki verið í tjaldi í grenjandi rigningu í Eyjum....Thank god. Við sem sagt skötuhjúin fórum á tónleika með Sigurrós á laugardagskvöldið. Kvöldið byrjaði á því að við hittum nokkra aðra Íslendinga sem eru hér í Sydney á Clock bar. Óli var fengin í barnapíuhlutverkið þetta kvöld en þar sem kvöldið var tekið ansi snemma ákváðum við að taka Tómas með okkur niður í bæ og svo myndu þeir vinirnir halda heim þegar við hjónin færum á tónleikana. Þegar við mættum á Clock bar voru nokkrir af Íslendingunum mættir en þegar við mættum með Tommalinginn þá vorum við vinsamlegast beðin um að yfirgefa staðinn þar sem börn væru ekki velkomin þarna inn, common klukkan var 5 um daginn. Þannig við og annað íslenskt par þau Sigurlaug og Palli sem eru með eina 2 mánaða snúllu þurftum að yfirgefa staðinn. Við ákváðum því að setjast niður með Robert (vinur hans Himma frá Sviss) og Óla á Pizza Birra og fá okkur pizzu fyrir tónleikana. Eftir alveg þrusugóða, ekta ítalska pizzu sérbruggaðann Birra var farið á tónleikana með smá stoppi á einum bar og þar hittum við alla Íslendingana aftur. Það er frekar fyndið hvað maður er ánægður að hitta aðra Íslendinga, enda ekki á hverjum degi þessa dagana sem maður hittir samlanda sína:). Þegar Sigurrós steig svo á svið þá langaði manni helst að láta ALLA vita að maður væri nú ÍSLENDINGUR, já þjóðerniskenndin var ansi sterk á meðan á tónleikunum stóð. Eftir alveg súper tónleika ætluðum við nú svo heldur betur að fá að hitta Jónsa og félaga, hehe, héldum nú að þar sem við værum ÍSLENDINGAR að þeir hlytu nú að vilja heilsa upp á okkur:) En neibb, ekkert gekk þrátt fyrir góða tilraun og ég er ekki frá því að maður var farin að fá smá grúppíufíling þarna undir lokin. Svo var nú haldið heim á leið en leigubílstjórinn sem í upphafi allavega átti að keyra mig og Himma heim toppaði nú alveg kvöldið þegar hann neitaði bókstaflega að keyra okkur heim þar sem Rhodes væri frekar langt frá. Ég verð nú að fá að segja alla söguna. Allavega við vorum búin að labba ansi langt og Betan orðin ansi þreytt í fótunum eftir að vera búin að reyna að vera pæja allt kvöldið í háum hælum. Loksins náðum við nú einum bíl, settumst upp í og þegar við sögðum hvert leiðinni væri haldið hristi leigubílstjórinn bara höfuðið, greinilega mjög ósáttur en keyrði af stað. Eftir svona 3 mín í bílnum, stoppaði hann skyndilega og sagði að bíllinn væri bilaður, að hann hristist svo og að hann gæti ekki keyrt okkur. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, held að þetta sé nú í fyrsta skipti sem mér er bókstaflega hent út úr leigubíl. Þannig að við skötuhjúin enduðum á að taka lestina heim, en svo sannarlega sátt við frábært kvöld:)
Sunnudagurinn var svo tekin snemma, ræs klukkan 8 um morgunin þar sem stefnan var sett á klifur í Nowra, sem er alveg rúmlega 2 klukkutímar í keyrslu frá okkur. Við vorum nú búin að plata Hjördísi og Loga að koma með okkur, þannig þau voru pikkuð upp....Logi greyið "smá" þunnur eftir almennilegt verlsunarmannahelgardjamm kvöldinu áður og sagði nú ekki mikið á leiðinni til Nowra og leiðin tók jafnvel aðeins lengri tíma, ekki af því að við þurftum að stoppa til að hleypa Loga greyinu út :) Svo var tekið vel á því í Nowra og þynnkan hans Loga held ég hafi horfið um leið og hann sá klettana sem hann átti að fara að klifra. Dagurinn heppnaðist allavega glimrandi vel, Tómas svaf nánast allan tímann úti í náttúrunni, mjög hentugt fyrir foreldrana og Hjördís og Logi súper ánægð með fyrsta klifrið sitt:)

Nóg í bili
kv Elísabet, Himmi og Tómas

Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ

Hehe sé þig fyrir mér Elísabet, hent út úr leigubíl ... kjagandi um á háum hælum "tíds"

knús til ykkar
Eva Lind