Saturday, June 28, 2008

Vinna á mánudag, próflok hjá lærdómshestinum og 3 ára afmæli í vændum:)

Hæ hæ.
Jæja þá er þetta alveg gengið í gegn, búið að samþykkja allt og ég er búin að fá skjal með certificate of temporary registration, þannig já nú getur hnúturinn í maganum mínum sem er búin að vera í 4 mánuði fokið út í veður og vind. Það kemur nú alltaf eitthvað annað. Nú náttúrlega tekur við smá stress að fara að byrja að vinna, hehe. Það er svona smá hnútur í mallanum að fara að vinna, þurfa að tala ensku og útskýra allt á ensku og þar fram eftir götunum, en þetta hlýtur að koma allt saman með tímanum. Ég fór síðastliðinn fimmtudag upp í vinnu og Irene sem er einn af eigendunum, sem sagt konan hans Jonathans fór í gegnum alla pappírsvinnu sem þarf að redda áður en ég byrja að vinna. Þau eru svo indæl við mig, alveg með ólíkindum. Ég byrja að vinna á staðnum þar sem hún er að vinna, í St Clair, og þar er móttökukona og svona, þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur strax af bókunardótinu og því, af því á hinum staðnum, í Glenmore Park, er engin í móttökunni, úff og þá þarf maður að gera allt sjálfur, bóka nýja tíma, ég var nú vön því heima, en þarf líka að sjá um að láta fólk borga og svona, maður hefur ekki alveg tíma í það allt:/ Allavega þá byrja ég næsta mánudaginn, mæti kl 9 og er sett til 6, en þar sem ég er víst ekki komin með neina skjólstæðinga kemur í ljós hvað ég verð lengi. Svo mæti ég á miðvikud og föstud á sama tíma. Verð þannig held ég til að byrja með svo ræðum við betur með framhaldið þegar að því kemur. En allavega spennandi tímar framundan og er bara spennt á að takast á við þetta:)

Svo kláraði lærdómshesturinn okkar prófin á miðvikudaginn, þvílíkur léttir fyrir hann og okkur ÖLL hehe, þar sem hann var gjörsamlega djúpt sokkinn ofan í bækurnar og við höfðum varla séð pabbann á bænum í þó nokkurn tíma. Þannig endurfundirnir voru mjög skemmtilegir. Samt svolítið fyndið, um leið og hann fer í frí þá fæ ég atvinnuleyfið og byrja að vinna....okkur er greinilega ekki ætlað að vera í fríi saman, en við náum nú að gera helling saman þar sem ég verð ekki að vinna á hverjum degi til að byrja með. Við fögnuðum nú próflokunum og atvinnuleyfinu með því að fara út að borða á Bondi Iceberg, sjúklegur staður í alla staða...geðveik staðsetning, ótrúlega flottur staður, geðveikur matur...gæti ekki verið betra og svo toppaði það kvöldið hvað litli snillingurinn okkar var stilltur við mömmu og pabba á veitingastaðnum, lét eins og hann hefði ekki gert annað en að borða á fínum veitingastöðum. Enda kom fólk upp að okkur til að hrósa okkur fyrir duglega strákinn okkar, enda ekki annað hægt þegar maður er alveg að verða 3 ára. Já það verður víst ekki stórt afmæli þetta árið...jafnvel bara við þrjú, hehe. Ætli maður baki nú ekki eina köku til að fara með í leikskólann, svo verður bara svona MJÖG lítið og kósý fjölskylduafmæli með Tomma togvagn köku þegar litli kall kemur heim úr leikskólanum:)

Jæja fréttaskoti lokið í bili, kem með eitthvað skemmtilegt og krafsandi fyrr en seinna;)

Knús til allra og enn og aftur takk fyrir allar góðu straumana, það hefur pottþétt hjálpað, og Sigrún straumarnir úr Húsafellinu höfðu pottþétt áhrif;)

Kveðja frá ástralska sjúkraþjálfaranum, lærdómshestinum sem er komin í frí og guttanum sem verður 3 ára eftir 3 daga:)



Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

4 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ

Frábært að heyra að loksins hafi þetta náðst 100% í gegn. Það verður nú að fylgja smá drama með þessu öllu :)

Þið njótið ykkar bara í botn þá daga sem þið eigið frí saman, efast nú ekki um að þið finnið ykkur eitthvað skemmtó að gera.

Knús á línuna
Bkv.
Eva Lind

Anonymous said...

Ekkert smá gaman að sjá nýja íslendinga í Sydney :) Sjáumst súúnnn

Anonymous said...

Hvernig gengur vinnan????

Kv Anna Lára

Anonymous said...

ELÍSABET það er komin 20 júlí.
hvað er í gangi í útlöndum. ertu að vinna svona mikið sæta mín. er bara allt að verða vitlaust mín kæra.
langar svo að heyra hvernig gengur. kveðja ágústa