Monday, June 23, 2008

Já já já já:) :) :)


Halló gott fólk.

Já gleðifréttirnar sem ég fékk í dag. Svona leit ég sem sagt út (sjá mynd til hliðar) þegar ég fékk fréttirnar, hehe. Þeir sem sagt hjá registration boardinu samþykktu umsóknina mína á fundinum í gær, já þeir gátu ekki sagt nei við Betuna:). Núna eru þeir búnir að samþykkja alla kúrsana mína sem ég tók í Háskólanum heima en reyndar á eftir að samþykkja eitthvað í sambandi við vinnustaðinn, eða í raun samþykkja að ég fái að vinna. Hann sagði nú í símann að það væri bara í raun formsatriði, sem væri nú yfirleitt samþykkt. Í raun var hitt aðalmálið, að fá samþykki á öllum kúrsunum. Væri það samt ekki týpískt ef þær myndu ákveða að segja nei við þessu. Það
tekur nokkra daga að fara í gegn og þá er ég formlega orðin sjúkraþjálfari í Ástralíu, vívíví.

Þvílíka biðin og aftur biðin sem þetta er búið að taka. Fundurinn var í gær og ég náttúrlega beið allan daginn í þeirri von að ég myndi fá email eða það yrði hringt, ekkert gerðist. Svo í morgun gerðist ekkert og um 11 leytið ákvað ég nú að hringja. Jennifer "vinkona" mín sem ég hef verið að tala mikið við út af þessu var að sjálfsögðu ekki við í dag og talaði ég við einhverja aðra konu. Ég byrjaði á að kynna mig og sagði seinna nafnið mitt og hún hikaði nú aðeins og sagði svo....hm það virðist sem svo að umsóknin þín hafi ekki verið tekin fyrir á fundinum í gær, alveg hin rólegasta, eins og ekkert væri sjálfsagðara, viljið þið ímynda ykkur svipinn sem kom á mig, hehe. Svo sagði hún, bíddu aðeins og ég beið í símanum, vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga. Svo kom hún eftir dálitla stund í símann og sagði, jú umsóknin þín hefur verið samþykkt. Ég átti náttúrlega mjög erfitt með að trúa þessu, svo erfitt að fá þetta í gegnum símann, það er eins og maður þurfi að hafa eitthvað í höndunum. Svo sagði hún að eina sem þau þyrftu núna væri dagsetning á hvenær ég myndi byrja að vinna. Svo bara skellti ég á, fór aðeins út að hlaupa, nóta bene þetta var örugglega eitt það ljúfasta útihlaup sem ég hef farið í í langan tíma, með ipodinn í eyrunum, í sól og blíðu og hnúturinn í maganum að gufa upp:) Þegar ég kom svo aftur heim var ég samt svo efins, og hey ekki halda að ég sé orðin crazy, kannski er ég orðin það, en ég hringdi aftur í þá til að double tjékka áður en ég mundi nú hringja í Jonathan í vinnunni. Hann sagði jú þeir eru búnir að samþykkja alla kúrsana en það á bara eftir að samþykkja í raun að ég fari að vinna. Takk og bless minn kæri sagði ég og hringdi í Jonathan og hann var náttúrlega sá glaðasti. Vill að ég komi aðeins inn á fimmtudaginn , úff nú verður maður samt smá stressaður, svo blendnar tilfinningar eitthvað, en ég get ekki beðið eftir að komast að vinna, farin að gleyma bara held ég en það kemur fljótt.


Svo er Himmi búinn í prófum á morgun, þannig það verður eintóm gleði þegar það er búið. Já þetta tókst að lokum. Þvílíkur persónulegur sigur fyrir mig að hafa komist í gegnum þetta kerfi hérna í Ástralíu:) Ég segi bara vei fyrir mér og ég meina það:)


Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, læt nú svo vita hvort hitt fari ekki örugglega í gegn:/


Knús til allra fyrir allar kveðjurnar og allt saman, maður sér sko hvað maður á marga æðislega góða að heima og takk enn og aftur.


Love u all

Elísabet Sjúkraþjálfari í Ástralíu


Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

9 comments:

Anonymous said...

Loksins, loksins, alveg frábært!!
Já, þú átt sko skilið mörg vei, til hamingju!!

Fjarknús frá mér og mínum,

Kv. Elva

Anonymous said...

Til hamingju elsku Elísabet mín. Þú átt þetta sko alveg skilið;-) Gangi þér rosalega vel. Hlakka til að heyra hvernig vinnan er.
Knús
Linda

p.s. Mamma og pabbi senda kveðjur til ykkar:-)

Anonymous said...

YEEEEEEESSSSSSSSSSss. ég var bara komin með hnút líka hérna heima. komst loksins niður í tölvuna og er SVO GLÖÐ!!!!. Til hamingju elsku besta betan mín. Þeira hafa áttað sig á hvers lags manneskja er þarna á ferð og ekki getað annað en samþykkt.
Bið að heilsa hinum í fjölskyldunni.
gleðikveðja og stórt bros frá Hvammabrautinni.
Ágústa og co

Anonymous said...

Til hamingju elsku Elísabet !!! Þetta er alveg frábært og sko sannarlega satt hjá þér þvílíkur persónulegur SIGUR :o) Þú ert sko algjör HETJA :)

Knús til ykkar allra frá okkur á Völlunum C",) Hjördís, Baldur og Andri Freyr besti vinur :)

Anonymous said...

Innilega til hamingju og já þvílíkur sigur hjá þér. Margir hefðu verið búnir að gefast upp en þetta tókst hjá þér!

Knús og kossar
Þórey

Fía said...

Samgleðst þér sæta mín ekkert smá gaman að heyra þetta :)Þú átt eftir að standa þig vel :) Knúsar héðan úr Skipasundinu, Fía og Gummi

Anonymous said...

Jeiheiii!! æðislegt, til hamingju elsku Elísabet- frábært hjá þér! Geðveikt gaman annars að fylgjast með ykkur á blogginu og sjá svona flottar myndir af pleisinu :)

Anonymous said...

Æi sorrí gleymdi að kvitta áðan undir kommentð, soldið mikil steik hérna í hitanum í vinnunni.. en þetta var semsagt Hildur Guðný :)

Anonymous said...

Go Elísabet !!!!

Ég vissi alltaf að þeir gætu nú ekki lengi staðið fast á þessu nei-i.
Hver getur svo sem sagt nei við þig ;o)

Var í sumarbústað alla vikuna og komst ekki í tölvu......það fyrsta sem ég gerði þegar ég komst í tölvu var að tékka á þessu !! Ég var sko búin að senda góða strauma úr Húsafelli - er pottþétt á því að þeir hafi hjálpað til !

Kv. Sigrún.