Tuesday, June 3, 2008

Senior first aid course (S.F.A) hjá mömmunni á bænum:)

Jæja, úff hvað ég er fegin núna.

Ég sem sagt skráði mig á skyndihjálparnámskeið hér í Sydney, þar sem ein af kröfum skólans í Adeleide er að vera með Senior First Aid Certificate. Þannig ég ákvað að finna mér námskeið, fór inn á redcross.com.au og skráði mig á tveggja daga námskeið hjá þeim. Þetta var reyndar mjög fínt. Í fyrsta lagi náttúrlega að hitta bara fólk og gera eitthvað að viti, eins og maður segir. Ég var nú með smá vott af hnút í maganum, þar sem náttúrlega allt námskeiðið fór fram á ensku og leiðbeinandinn var náttúrlega aussie aussie man, sem þýðir að hann talar ekkert skýrustu ensku í heiminum. Við vorum ca 20 saman í hóp, hvert öðru ólíkara frá öllum heimshornum, þannig ég var nú ekki sú eina sem var ekki með enskuna á hreinu. Maður plummaði sig nú bara fínt, skyldi eiginlega svona allt það sem maðurinn var að tala um, þar hjálpaði náttúrlega mikið að hafa sjúkraþjálfunargrunninn. Ég vorkenndi nú þeim sem höfðu engan bakgrunn, því hann var að útskýra ýmislegt lífeðlisfræðilegt sem almenningur sem aldrei hefur komið nálægt slíku á nokkuð erfitt með að skilja. Þetta byrjaði nú á bóklegum hluta og svo fórum við nú meira út í practical hlutann, að hnoða og kyssa dúkkur og svona. Svo var þetta nú orðið að hálfgerðu leiklistarnámskeiði þar sem hann setti allskonar slys á svið, lestarslys, flugslys þar sem hluti af bekknum fékk það hlutverk að leika þá slösuðu. Þannig ég held að ég sé ekki bara orðin betri First Aider heldur líka betri leikari ;) Svo endaði dagurinn í dag á krossaprófi og eins og flestum kemur kannski ekki á óvart þá þurfti Betan að vera með smá hnút í maganum yfir því, aðallega reyndar út af því að spurningarnar voru náttúrlega á ensku og maður var smá stressaður yfir að skilja ekki allar spurningarnar. En maður reddaði krossaprófinu og gekk út með first aid skírteini, úff alltaf gaman að ljúka einhverju svona.
En það sem stendur mest upp úr og það sem maður lærði ekki á skyndihjálparnámskeiðunum náttúrlega heima á Íslandi er fyrsta hjálp eftir snáka-og köngulóarbit, nei það lærir maður hér, þannig núna veit maður nákvæmlega hvernig á að bregðast við ef maður verður bitin....leggjast bara niður og slaka á, það er nú ekki flóknara en það elskurnar, haldiði að það sé nokkuð mál ;)

Jæja smá skyndihjálparfréttir af Betunni og nú þurfið þið ekkert að óttast að koma í heimsókn til Ástralíu, Betan er með bitin og stungurnar og allt það undir control;)

Knús frá far away landi :)

Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

1 comment:

Fía said...

Þú ert algjör snilli, hehe ég skil þessa hnúti sem þú færð vel ;)
kv Fía