Monday, June 16, 2008

Gleðilega þjóðhátíð kæru samlandar :) .....


.....já í dag syngur maður hæ hó jibbý jei og jibbý jei það er komin 17.júní:) Já þjóðarstoltið er mikið hjá manni í dag, stoltur Íslendingur staddur í Ástralíu. Ég verð nú að segja að þetta er hálfskrítið, að vera staddur hérna hinum megin á hnettinum og bara venjulegur þriðjudagur hér, á meðan flestir heima á Íslandi fagna. Himmi í prófi í dag, Tómas á leikskólanum og ég hér ein heima flaggandi íslenska fánanum aðeins til að halda upp á daginn.


Annars er bara fínt að frétta af fjölskyldunni. Ákvað að núna væri komin tími á smá fréttaskot, þar sem ég er farin að fá skammir fyrir að vera ekki að standa mig í skriftum hér, það segir manni allavega að einhver er að fylgjast með hérna :). Staðan í dag far away er að Himmi er held ég bókstaflega sokkinn ofan í skólabækurnar, hef eiginlega ekki séð framan í hann núna í 2 vikur og verður þannig í rúmlega viku í viðbót. Hann fór í fyrsta prófið sitt í gær og ég held að kallinn hafi bara verið sáttur, allavega þangað til annað kemur í ljós. Tómas stækkar og stækkar og verður meiri gaur með hverjum deginum sem líður held ég, líkist pabba sínum meir og meir með hverjum deginum því eins og allir vita er mamman soddan engill..hehe;).


María og Sigurþór og co voru annars að kveðja okkur í gær, var svolítið erfitt að sjá á eftir þeim heim til Íslands. Það var svo gott að vita af þeim í Ástralíu og svo gott að hafa þau hér. Þau stöldruðu við í tæpa viku áður en þau fóru heim og við náðum nú að gera ýmislegt skemmtilegt, fórum í dýragarðinn og svona með krakkana. Auði og Tómasi kom rosalega vel saman, léku sér saman eins og englar með svona smá slag inn á milli, eins og sönn hjón:).


Það er nú ekki mikið fleira að frétta af okkur hér. Segjum bara fréttaskoti lokið í bili, kem nú með eitthvað innan skamms. Læt allavega vita hvernig fer með atvinnuleyfið eftir 6 daga...úff úfff. KROSSA fingur.


Knús á alla og njótið dagsins og vonandi fáið þið nú ágætis þjóðhátíðarveður.


Elísabet+Himmi+Tómas





Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

4 comments:

Anonymous said...

Krossa putta og tær...
Knús frá Elvu og co í Lundi

Fía said...

Já vonandi fáum við góðar fréttir frá far away eftir 4 daga, við krossum fingurnar hérna í Skipasundinu, bkv Fía

Anonymous said...

Við bíðum spennt eftir að heyra frá þér í fyrramálið - vonandi færðu góðar fréttir elskan okkar:)

Sólarkveðjur,
Karen & co

Anonymous said...

hæ hó

gott að fá smá fréttir af ykkur hinum megin á hnettinum

Annars allt gott að frétta af okkur, Sogavegurinn kominn á fullt og allt að gerast

knús og krossaðir fingur frá
Bjarna frænda og Sigrúnu