Friday, May 30, 2008

Læknastúss á fjölskyldunni!!

Sæl öll sömul.

Smá fréttir af okkur familiunni. Síðastliðin vika hefur flogið eins og aðrar vikur, með tilheyrandi lærdómi hjá kallinum, leikskóla hjá litla gutta og bið hjá mömmunni:) Já Tómas er orðinn bara vel hress, náði þessum ljóta hósta og hita fljótt úr sér. Við fórum nú með hann til læknis um síðustu helgi. Við náttúrlega vissum ekkert í hvorn fótinn við áttum að stíga í sambandi við læknisaðtoð. Vissum ekkert hvert við áttum að fara eða hvernig þetta virkaði hérna far far away. Við byrjuðum á að athuga með medical centre hérna í verslunarmiðstöðinni hjá okkur en þar var lokað. Þá fórum við á aðra medical centre sem er opin um helgar og þangað komum við að lokuðum dyrum, búið að loka. Þá enduðum við á að setja inn einhvern Childrens Hospital inn í GPS og enduðum á Childrens Hospital í Randwick. Þar var nú tekið mjög vel á móti okkur. Biðum nú ekki lengi eftir lækni og eftir skoðun hjá honum var Tómas útskrifaður sem mjög hraustur strákur, engin eyrnabólga og ekkert komið ofan í hann, með mikill ánægju hjá fjölskyldunni. Svo núna veit maður allavega hvar spítalinn er, og hvernig maður getur snúið sér í þessu. En þessi læknaferð kostaði ekki nema 100 dollara sem er um 7000 kr ísl, jamms takk fyrir. Læknastússi fjölskyldunnar var nú ekki lokið, ó nei. Mamman vaknaði á föstudagsmorgunin eins og MONSTER, já ekki fögur sjón. Vinstra augað var bólgið og rautt og ég gat ekki einu sinni opnað það fyrst eftir að ég vaknaði. Það var eins og Himmi greyið hefði gefið manni einn góðan á kjaftinn. Ég var nú búin að finna á fimmtudaginn að það var eitthvað að angra mig í auganu, en maður kippir sér ekki mikið upp við það. Ég ákvað nú seinni partinn í gær að drífa mig til læknis þar sem þetta var farið að angra mig ansi mikið. Þannig leið mín lág á medical centre hérna í verslunarmiðstöðinni þannig ég fór þangað og fékk tíma hjá svona GP lækni (General practice) sem er svona heimilislæknir. Þar kom í ljós sýking í auganu og fékk ég dropa við því þannig þetta ætti nú að kippast í lag á örfáum dögum. Að hitta lækninn í ca 5 mín kostaði okkur aðra 50 dollara, já það er ekki ódýrt að vera útlendingur og þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. En við eigum að vera tryggð eitthvað, bæði af því Himmi er í skóla og svo eitthvað frá TR heima, þarf að athuga það betur. Það kom mér nú mest á óvart að Tómas greyið skyldi bara ekki vera hræddur við mömmu sína, en það þarf greinilega meira til :) .Það var svo sem fínt að þurfa að stússast í þessu, núna erum við allavega komin með svona GP lækni og maður veit hvert á að leita ef þess þarf, já maður er sko alltaf að safna í reynslubankann hérna down under :)

Annars fékk ég send þau gögn sem vantaði upp á í sambandi við atvinnuleyfið og fór með þau niður á Registration board á fimmtudaginn. Ég fékk nú vel á tilfinninguna að konan sem er búin að vera að stússast í þessu fyrir mig hefði ekki nennt að díla við mig þann daginn, þar sem það kom maður í stað hennar og sagði að hún væri upptekin, já maður er ekkert lamb að leika við :) Þannig núna er bara að bíða og sjá, næsti fundur 23.júní og sjá hvort þetta lið verði í góðu skapi og hleypi Betunni í gegn.

Annars eigið góða helgi öllsömul.

Kveðja far far away :)


















Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

3 comments:

Anonymous said...

Hæ kæra fjölskylda. Ég vona að ykkur líði betur og að atvinnuleyfið fari að berast til þín. Það er alltaf jafn gaman að kíkja hingað inn og líka á myndasíðuna ykkur:-)
Knús Linda

Anonymous said...

Hæ hæ,

jiii Elísabet að sjá þig, gott að þú komst að hjá lækni og vonandi að þér sé nú að batna. Gaman að fylgjast með öllu ævintýrinu ykkar, alltaf nóg um að vera :)

Hugsa nú oft til ykkar, vona að ykkur líði sem allra best og ég held áfram að fylgjast með ykkur.

knús á línuna
Eva Lind

Thorey said...

þú ert nú alltaf jafn sæt, bólgin eða ekki bólgin!
En jú auðvitað þægilegra að vera ekki bólgin svo ég vona þetta fari að lagast og Tómas greyið líka!

Og já til hamingju með skyndihjálparprófið.