Monday, May 12, 2008

Vonbrigði, engin vinna strax :(

Já gott fólk ég fékk niðurstöðurnar frá registration board í gær. Jennifer sem ég hef verið í sambandi við út af þessu hringdi í mig og tilkynnti mér að þeir hefðu sem sagt ekki samþykkt umsókn mína. Byrjaði á því að segja að þetta væri nú ekki alveg neikvætt, og ég hugsaði bara bíddu, annaðhvort er þetta neikvætt eða jákvætt...common. Hún sagði sem sagt að ráðinu hefði fundist vanta 2 fffffooooocking atriði (afsakið orðbragðið) en ég er að verða svolítið pirruð á þessu. Og þvílíku smáatriðin ég hef bara ekki vitað annað eins. Hún sagði að þeir væru að fara sérstaklega vel yfir mína umsókn af því ég er fyrsti Íslendingurinn sem dettur í hug að fara út í þessa vitleysu, já ég er farin að kalla þetta bölvaða vitleysu. Eitt atriðið sem vantaði var að í lýsingu á rafmagnsfræðiáfanga sem ég tók voru ekki gerð nægileg skil á nákvæmlega hvaða tæki var kennt á. Nei það þarf að skrifa nákvæmlega hvaða tæki ég lærði á...dísús, og það fyndnasta er að þar sem ég átti allavega að vera að fara að vinna, þau nota ansi lítið af rafmagnstækjum þar. Annað atriðið sem þeim fannst vanta var að í lýsingu á hjarta-og lungnasjúkraþjálfunaráfanga sem ég tók fannst þeim vanta nákvæmlega hvaða tækni var kennd við slíka sjúkraþjálfun...o ég gæti alveg farið og lamið þetta ráð. Ég tók þessu nú bara með stakri ró og hugsaði að ég myndi redda þessum gögnum, en þegar hún sagði svo, já svo þarf ég að fá þessa pappíra með stimpli frá Háskólanum og þá verður þetta tekið fyrir á NÆSTA fundi. Ég bara bíddu, næsta fundi og hvenær er hann vinan...ja hann er held ég 20 eða 23.júní takk fyrir.....vitiði ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég varð brjáluð, spurði bara hverslags meðferð þetta væri á einstaklingum, það er eins og fólk hafi EKKERT annað betra að gera en að bíða og bíða og bíða, sérstaklega svekkjandi þegar vantar svona lítið, vá ég trúði þessu ekki. Svo reyndi hún nú aðeins að gera þetta jákvæðara með því að segja að ég gæti mögulega skrifað þessu háttyrta ráði bréf með mjög góðum rökum fyrir því að þeir ættu að taka umsókn mína fyrir áður en næsti fundur verður. Ein mjög góð rök, það er verið að bíða eftir mér í vinnu, önnur góð rök, mig vantar 8 mánaða reynslu til að komast í skóla....og ég gæti sagt miklu fleiri góð rök fyrir því. Reyndar hringdi ég svo miður mín í Jonathan, vinnuveitandann minn og hann er svo mikið gull að hann bara sagði að hann hefði alltaf vinnu fyrir mig, fannst bara leiðinlegast að reynslan mín af Ástralíu þyrfti að vera svona. Ég get sagt ykkur það að núna líður mér nákvæmlega þannig eins og ég hafi bara útskrifast úr einhverjum skítaskóla, eða næstum bara fengið prófið mitt í Cheriospakka, svo mikið er einhvern veginn verið að lítilslækka mann með þessu.

Allavega þá bíður mín núna ennþá meiri vinna, hringja í Háskólann heima, athuga hvort þau geti ekki reddað þessum gögnum, láta senda þetta með súperhröðum pósti hingað, skrifa mjög flott og háttyrt bréf til blessaða ráðsins og svo er að bíða og sjá hvað þeir segja. Það er nefnilega ekkert öruggt að þó ég afli þessara gagna að ég fái leyfið, ó nei...vitiði ég get varla annað en hlegið núna...en ég ætla ekki að gefast alveg strax upp, ég á smá þolinmæði og orku eftir í þetta og ætla að nýta hana, annars kannski bara sjáiði mig heima á klakanum fyrr en varir, það er samt svona plan c eiginlega. Er nefnilega búin að tala við einn skóla sem gæti hugsanlega tekið mann inn þó maður hafi ekki 2 ára starfsreynslu ef umsóknin í heild er mjög sterk.

Jæja fréttaskoti Betu lokið í bili, vildi bara smá pústa og deila með ykkur óförum mínum. Já það er stuð í Ástralíu.

Knús og kossar
Elísabet

3 comments:

Anonymous said...

Æ æ elsku Elísabet mín. Vonandi færðu atvinnuleyfið fljótlega. Hvða er eiginlega að þessu fólki. Veit það ekki af hverju það er að missa. Ég er nú bara frekar reið fyrir þína hönd.
Knús úr Háahvamminum
Linda

Anonymous said...

oojjjj þetta er alveg óþolandi! Eeen.. ég myndi samt reyna eins og þú getur að njóta þess að vera þarna þó þú sért að bíða.. allavega sá ég geðveikt eftir því að vera með eitthvað samviskubit í marga mánuði þarna í Austurríki í denn.. vonandi gengur þetta vel hjá þér krútta!
Anna Lára

Unknown said...

Æjjj greyið mitt!! Þetta er nú alveg ótrúlegt! Ég veit ekki hvað ég á að segja en er alveg hrikalega svekkt fyrir þína hönd:( Við verðum bara að hittast sem fyrst og gera eitthvað skemmtilegt í staðinn, fyrst við erum hérna báðar hinu megin á hnettinum :)
Knús frá okkur í Gosford,
erla og luke