Monday, May 12, 2008

Tómas leikskólasnillingur og toilet training

Sælt veri fólkið, bara smá fréttir af fjölskyldunni.

Eins og ég sagði hér í fyrra bloggi fór ég og Tómas að heimsækja Maríu og Sigurþór upp á Gold Coast í viku og það þýddi vikufrí úr leikskólanum hjá Tómasi, mamman soldið stressuð hvernig litli guttinn mundi svo gúddera það að fara aftur í leikskólann eftir skemmtilega viku í leik og dekri :) Mánudagurinn rann svo upp og við mættum með Tómas í leikskólann. Það var nú smá grátið, en mömmunni fannst litli kútur nú heldur kátari en áður að kveðja mömmu sína. Vá þvílíkur léttir þar sem maður bjóst við gráti og gnístur tanna eftir svona langt frí. Svo kom þriðjudagurinn og mamman mætt með Tommaling í leikskólann og viti menn, það var eins og drengurinn hefði ekki gert annað en að mæta í leikskólann. Steig af hjólinu sínu, hann vill sem sagt alltaf hjóla í leikskólann, lagði því á sinn stað og kyssti mömmu sína og knúsaði svo hamingjusamur á svip og labbaði inn í stofuna til hinna krakkana í morgunkaffi og það lá við að ég brysti í grát á staðnum...já ég veit að ég er dramatísk, en það er bara svolítið erfitt að horfa upp á "litla" barnið sitt gráta í 2 mánuði í hvert skipti sem maður skilur við hann á leikskólanum. Já þetta var stór dagur í lífi litlu fjölskyldunnar. Þetta virðist vera ákveðið munstur hjá honum, tekur sér ca 2 mánuði í að aðlagast...svona var þetta hjá Ollu, grét alveg eins og maður myndi aldrei koma aftur í 2 mánuði, svo allt í einu einn daginn bara eins og hann hefði aldrei gert annað og annað eins var í leikskólanum heima og svo núna. Og núna er þetta búið að ganga alveg eins og í sögu, var nefnilega svolítið smeyk hvernig hann yrði eftir helgina þar sem hann er ekki á föstudögum í leikskólanum, en jú jú peace of cake fyrir minn mann;). Og svo ég monti mig nú aðeins þá eru þær nú held ég ansi hrifnar af honum þarna, enda held ég eini ljóshærði álfurinn þarna, hehe. Og í dag áttu þær ekki til orð yfir fótboltasnilli hans, höfðu aldrei séð hann áður sparka í bolta og það fyrsta sem þær sögðu þegar við komum að sækja hann var að við yrðum nú að setja barnið í fótbolta, annað eins hefðu þær ekki séð ;)

Næst að toilet traininginu. En allavega þá er ég nú ekki búin að vera að stressa mig mikið á að láta stubbinn hætta með bleyju, sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt hefur verið með hægðir hjá greyinu....ætla ekkert ítarlegra út í það. En allt í einu á laugardaginn spyr ég Tómas hvort hann vilji ekki koma og pissa í klósettið og jú jú minn rosa sáttur hleypur inn á klósett og viti menn lítil buna beint í klósettið. Þvílík fagnaðarlæti brutust út hjá fjölskyldunni og honum fannst þetta náttúrlega rosalega sniðugt, enda fékk hann verðlaun fyrir, ekki amalegt. Svona gekk þetta allan laugardaginn, fórum meira að segja út að leika með enga bleyju og svo var bara farið inn að pissa og ekkert slys allan daginn. Svo fórum við að hitta Hjördísi og Loga um kvöldið, borðuðum saman og þá leið svolítið langur tími og þá komu 2 slys, eiginlega mömmunni og pabbanum að kenna. En mamman þvílíkt stolt af litla manni þar sem hingað til hefur hann ekki sýnt þessu neinn áhuga. Svo reyndar gekk þetta eitthvað brösulegra á sunnudeginum, mamman kannski ekki alveg nógu hörð...veit það, en þetta kemur allt saman á endanum, allavega áður en hann fermist vona ég, annars er hægt að kaupa fullorðinsbleyjur þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur :)

Jæja fréttaskoti lokið í bili

heyrumst fljótlega aftur

Kv Betan+Himminn+leikskólastrákurinn

No comments: