Sunday, May 18, 2008

Ryde Aquatic Leisure Center og DVD

Fjölskyldan skellti sér í sund í gær í sundlaugargarðinum í Ryde. Pabbi var vaknaður fyrir klukkan 8 til að læra og tók sér kærkomið frí frá lærdómnum til að koma með uppáhalds syni sínum og mömmunni í leiknum í sund. Ryde er "næsti bær" við hliðiná okkur. Skelltum okkur yfir brúna á Parramatta river, og vorum komin 5 mínútum seinna. Vorum búin að tala lengi um það að fara þarna með litla kútinn, eftir að hafa keyrt framhjá þessu margoft á leiðinni heim.

Sundlaugargarðurinn er frekar stór, en þarna er 50 metra laug sem var hluti af Olympíuleikunum sem voru í Sydney 2000. Má sjá merki um það allstaðar, fána og annað. En stærsti hluti garðsins er fyrir börn, rennibraut f. þá yngstu, allskonar sturtur, hringekjur og annað til að leika og busla í. Það skemmtilegasta var síðan þegar öldurnar fóru í gang klukkan 12, en þá kættust leikar og Tómas barðist við öldurnar. Verðum að fara að venja hann við svo hann geti farið að surfa sem allra allra fyrst :)


En svo vorum við komin heim klukkan 13, sá yngsti útkeyrður eftir hamagang í 2 tíma. Eftir eina ristaða brauðsneið lagðist hann útaf og tók fegurðarblundinn sinn, meðan pabbi dreif sig af stað að læra aftur og mamma fór á smá æfingu.

Dagurinn endaði síðan með því að við dekruðum við okkur með Pizzu og DVD. Skemmtilegt að segja frá því að við leigðum líka spólu helgina áður, og viti menn haldiði að hún hafi ekki verið með íslenskum texta en svo reyndist ekki í þetta skipti. Sáum myndina um Jesse James með Brad Pitt, sem var ágætis skemmtun. Ferðageislaspilarinn að koma sterkur inn, vorum ekki viss að hann myndi spila diska frá Ástralíu.

Kveðja, Tómas+Ma+Pa

Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

No comments: