Sunday, May 4, 2008

Túrhestadagur hjá fjölskyldunni

Já nú er maður loksins búin að fá Elísabetuna sína og Tómasinn sinn heim. En einsog ég nelgdi niður hér í síðustu skrifum að þá fóru þau norður á Gold Coast meðan ég sat eftir með sveitt ennið, við próflestur og einhverja keppni sem ég skráði mig í í skólanum. Já það virðist seint ætla að eldast af mér að taka of mikið mér í fang. Einsog skólinn sé ekki alveg nóg í bili. En prófið gekk framar vonum og var það mikill léttir. Kennarinn minn hann Atta, frá Ghana, hafði meira að segja sett inn 2 krossaspurningar af 20 um Ísland, enda er ég uppáhaldsnemandinn hans, þeas bjó til ímyndað dæmi um hagkerfið heima. Ég er víst einn af fáum sem spyr og tek virkann þátt í umræðunum, allaveganna eini erlendi nemandinn, og alltaf þegar hann spyr bekkinn og ekkert svar kemur að þá spyr hann alltaf Immi, what do you think? En hann hefur boðið 1 heilan í einkunn í plús f. fyrstu stelpuna sem tekur virkan þátt í umræðunum, og ekkert gerst ennþá. Asíubúarnir hérna eru ekki alveg að dansa með í tímum, eru ekki alveg tilbúnir að opna sig í umræðum á ensku.
En í dag fórum við og lékum túrhesta, og gengum um Circular Quay og Sydney Harbour í sólinni. Já það er víst vetur hérna en stuttbuxur og langermabolur voru of mikið í dag, en þegar sólin sest að þá kólnar, og erum við þá að tala um kannski 12-15 gráður. Svona gott sumarkvöld heima, já maður þarf að skella peysu yfir axlirnar til að fá ekki kul þegar kvölda líður. En Circular Quay er sem sagt þekktast f. skjaldbökurnar sem virðast vera að "eðla" sig, skiljist sem að hafa kynmök. Já frægir arkitektar frá Danmörku, Jørn Utzon and Ove Arup & Partners, hönnuðu víst hús, í Expressionist modern stíl, hér um miðja síðustu öld sem er hvað þekktasta kennileyti Ástralíu og Sydney þá í leiðinni. Óperuhúsið í Sydney sem sagt. Skráð sem UNESCO World Heritage site síðan 28 Júní 2007, minna en ári síðan!! Sennilega ein af frægari byggingum heims, staðsett á Bennelong Point í höfninni í Sydney. Óperuhúsið er 183 metra hátt og 120 metra breitt. Ekki tókum við nú allan túrista pakkann, en það ku víst vera mjög vinsælt að klifra uppá annað stolt Sydneybúa, Harbour Bridge og taka myndir þaðan. Já maður er víst aðeins bundnari þegar maður er með einn 2 og 1/2 árs, kannski næst. En Harbour bridge á sér víst skemmtilega sögu sem ég nenni ekki að rekja, en ef þú kíkir hingað í heimsókn að þá skal ég kannski stikla á helstu atriðinum einsog að hún hrundi rétt áður en síðasti bitinn átti að vera festur í miklu roki.
Það var nú kominn tími á þetta, maður er nú búinn að vera hérna í rúma 3 mánuði og bara séð það úr bíl af Harbour Bridge.
kv, from Down Under


2 comments:

Anonymous said...

Halló, halló!!

Gott það gengur vel í skólanum hjá pabbanum og vonandi styttist í atvinnuleyfið hjá húsmóðurinni. Væri nú alveg til í að fá eins og einn túristaleiðangur ala Himmi í Ástralíu, aldrei að vita nema maður vinni í lottóinu...

Kv. frá Lundarfamilíunni

Anonymous said...

Það kemur nú ekki á óvart að þú sért að gjamma eitthvað í tímum...
Sennilega erfiðara að fá þig til að þegja.

Nauðsynlegt að taka þátt í kennslunni annars verður þetta svo þurrt. Gott hjá þér, þú ert kempa!