Thursday, April 24, 2008

15 ára met slegið!!



Já nú er 15ára rigningametið hér í Sydney fallið. Samfelld rigning í 11 daga hvorki meira né minna. En rigning í 20 stiga hita er svo sem ekki alslæmt, það rignir þó allaveganna beint niður en ekki á hlið, sem sagt regnhlífar virka hér. Við upplifðum ansi magnaða rigningu þegar við vorum núkomin. Við vorum að keyra á Parramatta Road á leiðinni heim þegar þessi líka úrhellisdemba kom, vegurinn fylltist á nokkrum mínútum og vatnið náði vel uppá gangstéttar allstaðar og fljót láku niður veginn. Myndin hér að neðan er tekin þá, og meðan Elísabet tók myndir keyrðum við framhjá manni sem var því miður staddur úti þegar veðrið skall á. Einsog sjá má á myndinni að þá er hann gjörsamlega sigraður, orðinn blautur í gegn og reyndi ekki einu sinni að sporna gegn því að blotna meira, enda var það sennilega ekki hægt. Já við tökum lífinu með stóískri ró hérna í rigningunni, enda lítið annað hægt að gera. Eina jákvæða við rigninguna er að ástralarnir tala um að þá verður veturinn betri, þá í þeirri merkingu að það snjóar meira uppí fjöllunum svo maður getur rennt sér.
En þetta á sér allt saman víst eðlilegar skýringar. El Nino er búinn að ráða ríkjum í einhver ár og núna er það systir hans, La Nina sem ræður ríkjum. En þessir tvær hafstraumar ráða ríkjum varðandi veðurfar um allan heim. La Nina veldur kólandi veðurfari en El Nino heitari.
En annars þá segjum við bara gleðilegt sumar allir íslendingar, vonandi fáið þið nú gott sumar. Ekkert sumarfrí hér í Ástralíu, enda við á leið inní veturinn en ekki sumarið (það er allt öfugsnúið hérna, ekki bara það að þeir keyra vitlausu megin í umferðinni). En á morgun er Ansac day, sem er frídagur, minningardagur um fallna hermenn. Meir um það síðar,
kvÖfugsnúna familían


http://www.news.com.au/dailytelegraph/story/0,22049,23590456-5006009,00.html

3 comments:

Helga Sigurrós said...

Hæ, hæ,

Gaman að fylgjast með ykkur. Vonandi gengur vel í skólanum og atvinnumálin hennar Elísabetar hljóta að leysast innan skamms! Er ekki íslenska viðkvæðið "þetta reddast" ;)

Sem Íslendingur sem bjó í London síðasta sumar, þar sem árið áður hafði verið hlýjasta sumar í sögunni en í síðasta sumar rigndi meira en hafði gert í 40 ár og endalaust af flóðum þá eigið þið alla mína samúð.

Cheers.. Helga Sigurrós, Tæknó

Anonymous said...

Hæ hæ

Gaman að fylgjast með ykkur svona hinum megin á hnettinum. Það er ábyggilega betra að hafa rigninguna í 20 stiga hita en brjálað íslenskt rok í 3 stiga hita eins og er þessa stundina hérna.

Vonandi getur Auður FÍSÞ-formaður reddað þessum atvinnumálum fyrir þig við krossleggjum allavegna fingurnar gömlu bekkjarfélagarnir. Mér finnst þetta ekkert smá spennandi fyrir ykkur að búa þarna úti, get ekki beðið eftir að við drífum okkur einhvert út. Þarf aðeins að safna smá meiri reynslu og finna út hvaða nám mig langar í (og kannski leyfa Leifa að klára sitt nám hehe) og svo er bara að skella sér.

Frétti af góðu toilette-training trixi, sem er að hafa fullt af spennandi dóti uppi á hillu inni á baði þar sem það sést vel en litli getur ekki náð því og leyfa honum að fá eitt dót fyrir hvert skipti sem gert er í koppinn. Virkaði hjá einni sem ég þekki en hún fann bara fullt af gömlu dóti uppi á lofti.

Njóttu þessa tímabils þar sem þú getur gert það sem þig langar og haft tíma í allt milli himins og jarðar því það er ekki oft um ævina sem maður fær tækifæri til þess, bara vera dugleg að gera allt sem maður ætlaði alltaf að gera en hefur ekki tíma í.

kveðja og knús Dröfn

Anonymous said...

Hæ elsku fjölskylda,
Mikið er gaman að geta fylgst aðeins með ykkur, fæ annars fréttir reglulega úr Hafnarfirðinum.
Vona að allt gangi vel!

KNÚS&KOSSAR, evadögg