Friday, May 9, 2008

Gold Coast og námsmaðurinn!!!

Sælt veri fólkið. Já ég veit að ég er ekki búin að vera nógu dugleg að blogga, litla Ástralíufamilian búin að vera að bralla ýmislegt.

Eins og kom fram í fyrra bloggi komu Maríu og Sigurþór og co í heimsókn og á meðan á heimsókn þeirra stóð náðu þau að "plata" mig og Tómas að heimsækja þau upp á Gold Coast, þurfti svo sem ekki mikið til að plata mig..hehe. En ég og Tómas fórum sem sagt til þeirra í viku og gistum hjá þeim í íbúðinni sem þau eru með í 2 mánuði upp á Gold Coast. Fengum þar sérherbergi með stóru rúmi, ekki amalegt það. Við baukuðum ýmislegt, fórum í Wild Life park þar sem hetjurnar mamman og Tómas héldu á krókódíl. Svo var farið á ströndina, leikið á róló. Ó já það var sko rólað hjá mínum manni, hann var nefnilega að uppgötva núna hvað væri skemmtilegt að róla, og það var gert með stæl, held að ég hafi í eitt skiptið staðið í hálftíma að róla honum í það minnsta, hehe:). Síðan keyrðum við á Byron Bay sem er svona hálfgerður hippastaður, með æðislegri strönd og glæsilegum vita sem er eitt sérkenni staðarins, að sögn Maríu Ástralíusnillings :). Svo eyddum við degi á Surfers Paradise, sem er reyndar ekki eins mikil paradís og nafnið gefur til kynna, endalaus háhýsi .....en þetta er víst paradís f. Japani sem eru búnir að eigna sér staðinn og kaupa upp allt þarna. En við afrekuðum þó að fara í hæstu bygginguna þar og útsýnið þaðan var alls ekki slæmt. Já við verðum sko að taka pabbann í hópnum einhvern tímann upp á Gold Coast, æðislegur staður með svona strandarfíling. Himmi var búinn að fá í skóla þarna uppfrá, í upphafi ætluðum við að vera þarna en svo breyttust plön hjá okkur fjölskyldunni, en eins og ég segi verðum við allavega að heimsækja þennan stað aftur og kíkja þá við hjá Jóa og Þóru sem eru í námi einmitt í Bond University.

Já á meðan mamman og Tómasinn eyddu æðislegri viku hjá þeim skötuhjúum og börnum sat húsbóndinn sveittur heima að læra fyrir próf og verkefni eða keppni sem hann tók þátt í með 2 öðrum strákum sem eru báðir Ástralir. Þetta var keppni á vegum UBS bankans, sem er einhver alþjóðlegur fjárfestingarbanki og þeir afrökuðu það snillingarnir að vera valdir sem best first year entrant og var þeim því boðið á finalkeppnina þar sem 4 lið komust í úrslit en 21 lið tóku þátt í upphafi. Þar sem jakkaföt var skylda þetta kvöld og Himmalingurinn tók náttúrlega engin með sér í för sína til Ástralíu, hey Ástralía, er maður ekki bara í stuttbuxum,bol og thongs í Ástralíu..hehe, þá þurfti minn maður að versla sér ein slík. Ég verð nú að viðurkenna að hann var ansi virðulegur þegar hann kvaddi okkur hérna á miðvikudagskvöldið á leið á Finalinn. Já maður má vera soldið stoltur af sínum manni :)

Nóg í bili, klukkan orðin margt,

G´night,

EHT

No comments: