Monday, May 19, 2008

Stolt og ánægð mamma :)

Já maður verður nú að segja smá fréttir af litla kalli :)

Jæja nú er stubburinn loksins að hætta með bleyju. Mamman ákvað á föstudag að reyna á þetta, þar sem hann var nú farinn að sýna aðeins meiri áhuga á að setjast á postulínið. Við byrjuðum á laugardaginn, þá var bara bleyjan tekin. Morgunin gekk ótrúlega vel, hann fór nokkrum sinnum á klósettið og hann fékk náttúrlega verðlaun fyrir í hvert skipti. Ég var auðvitað alltaf að spyrja hann hvort hann þyrfti ekki að pissa í klósettið, og fljótt fannst manni maður hlóma líkt og biluð plata. Svo var nú farið í sund og þar hefur hann nú örugglega látið það flakka nokkrum sinnum;). Laugardagurinn gekk bara eins og í sögu, með held ég kannski tveimur slysum. Svo reyndar setti ég á hann bleyju fyrir svefninn. Svo byrjaði nú sunnudagurinn ekkert alltof vel, byrjaði á tveimur slysum strax um morguninn og ég hugsaði æi honum fannst þetta greinilega spennandi í gær og svo búið. En maður gafst ekki upp og hann var ótrúlega duglegur. Fannst þetta svo spennandi að hann var farinn að hlaupa inn á klósett bara til að setjast á klósettið. Fórum út að hjóla og fórum aðeins í bílinn og ekkert slys. Þannig það var ekki aftur snúið og þar með ákveðið að stubburinn myndi mæta bleyjulaus á leikskólann í dag. Ég verð nú að segja að ég var ekkert alltof bjartsýn, setti nokkrar buxur, nærbuxur og sokka með í töskuna í dag og meira að segja aukaskó...hehe, já maður er ótrúlegur. Þær tóku bara vel í toilet trainið hjá honum og svo þegar ég mætti að sækja snillinginn var minn þá ekki ennþá í sömu buxunum, jú takk fyrir. Ég spurði reyndar ekki hversu oft hann hefði farið á klósettið en hann fór og gekk því eins og í sögu. Það verður spennandi hvernig gengur á morgun. En allavega þvílíkt stolt og hamingjusöm móðir sem varð að deila þessu með umheiminum, eða þeim sem nenna að lesa þetta..híhí.

Kveðja
Stolta og ánægða mamman í Ástralíu ;)





Hérna getið þið farið á myndasíðuna okkar www.picasaweb.com/himmi78

2 comments:

Anonymous said...

Það er vesen þegar slysið er af tegund nr. 2 :)
Kveðja,

Anonymous said...

júhúúú !!!! ég skil þig svooo vel að vera stolt og nennti sko alveg að lesa þetta.

kv. Sigrún - sem hefur nokkrum sinnum upplifað svona gleði :o)