Friday, May 23, 2008

Bleyjulaus vika, veikindi og helgi framundan

Smá fréttir af familiunni.

Það helsta í fréttum eru áframhaldandi afrek Tómasar, þ.e bleyjuleysið heldur áfram og það ætlar bara að ganga svona glimrandi vel. Stubburinn búinn að vera núna bleyjulaus alla vikuna, nema þegar hann sefur og þegar þarf að gera nr 2, eitthvað ekki vinsælt að skila því í klósettið. Gengur auðvitað upp og niður en við erum bara rosa stolt af okkar strák og hann er sjálfur að rifna úr stolti:)

Annars er bara helgi framundan og Tómas byrjaði helgina með trompi og fékk hita í dag. Er búin að vera með eitthvað í hálsinum í svona 2 daga, orðin hás og var farinn að hósta. Svo í dag vöknuðum við og hann bara mjög sprækur. Svo fórum við út að leika á róló og í fótbolta. Skyndilega vildi hann bara fara heim, ekki líkt honum. Svo settist hann bara niður voða rólegur og mamman skyldi náttúrlega ekki í litla orkuboltanum sínum. Svo fannst mér hann nú ansi heitur og mældi hann þá var litla greyið komið með 39°hita og er búinn að vera ansi slappur í dag. Liggur eiginlega bara og svo sofnar hann inn á milli. Hóstinn er líka aðeins að valda mér áhyggjum, finnst þetta vera að fara eitthvað ofan í hann, og vanalega þegar hann hefur fengið svona hósta þá er eyrnabólgan það fyrsta sem blossar upp. Þannig ætli maður verði ekki að sjá hvernig hann verður á morgun og annars að fara að finna sér einhvern lækni sem getur kíkt á hann. Þetta er eitthvað sem maður bjóst við að maður þyrfti að gera, að finna lækni og þá sérstaklega fyrir Tómas, bara tímaspursmál....það er víst engin Gestur læknir hérna sem maður getur hringt í og fengið tíma samdægurs :(

Annars er það bara helgin framundan, og meira að segja Evróvision helgi, já það er meira að segja sýnt hérna. Við vitum nú þegar að Ísland er komið áfram, þó það sé reyndar ekki búið að sýna það, það verður sýnt á morgun, laugardagskvöld og svo lokakvöldið á sunnudagskvöldið, en það gerir náttúrlega keppnina ansi skemmtilega...áfram Eurobandið:)


Jæja fréttaskoti lokið, ætla að fara að sinna litlum lasarus

Knús frá okkur
E+H+T


Check out our pics here www.picasaweb.com/himmi78

2 comments:

Thorey said...

Tómas ekket smá duglegur :)

Var að sjá núna fyrst færsluna um þetta bölvaða ráð. Leiðinlegt að heyra þetta en þú rumpar þessu bréfi af og HÍ verður bara að vera fljótur að senda þér þessi gögn. Njóttu þess á meðan að vera heimavinnandi húsmóðir.

Kossar
Þórey

Anonymous said...

Hæ, hæ allir :)

Vonandi er Tómas orðinn hress og kátur :) já það er nú örugglega skrýtið að fara að leita sér að lækni þarna í Ástralíu :) Andri Freyr tilkynnti stoltur hér við matarborðið í vikunni að hann ætti heima í Áttalíu ! Nei, sögðu allir og útskýrðu fyrir honum að hann ætti heima á Íslandi ... neibbs í Áttalíu á hann heima alveg eins og Pómas besti vinur :o)

Knús til ykkar allra ... frá okkur á Spáni C",)