Tuesday, April 8, 2008

Hákarlaárás, rigning ofl....já þetta er Ástralía í dag

Hæ hæ.

Ákvað aðeins að setjast niður og blogga smá, þó það sé nú ekki neinar nýjar fréttir af familiunni eins og stendur. Engin meiriháttar afrek né annað hér á bæ. Ég mun samt láta vita þegar litli prinsinn á heimilinu er orðin toilet trainaður (eins og þeir segja hér í Ástralíunni). Já við erum aðeins að vinna í því núna. Ég bjóst nú reyndar ekki við að það yrði svona soldið mál skulum við segja að venja einn gutta af bleyju, tökum reyndar bara agnarsmá skref í einu, algjörlega á þeim hraða sem Tómas kýs...já takk:) Ef hann mundi ráða, bleyja já takk, mjög þægilegt fyrir strák eins og mig. Af hverju í ósköpunum ætti hann að vilja hætta með bleyju, þegar hann getur pissað og kúkað hvar sem er og hvenær sem er, ég svo sem skil hann alveg..hehe. Jæja en út í annað en klósettmálin hér á bæ.

Helst í fréttum hér suðurfrá er hákarlárásin sem varð í fyrradag hérna í NSW, þ.e. fylkinu sem við búum í, reyndar í Norður NSW í bæ sem heitir Ballina. 16 ára strákur á bodyboardi bitin af hákarli, vinur hans reyndi að bjarga honum en hann dó svo, alveg ömurlegt. Já það eru aðeins öðruvísi fréttirnar sem maður fær hér en heima, frekar skrítið. Þetta setur NSW með hæstu hákarlaárásartíðnina hér í Ástralíu. Reyndar svo ég rói nú mömmu og pabba ef þau lesa þetta hefur NSW verið einna öruggusta fylkið í yfir 50 ár og hákarlaárásir sem valda dauða eru mjög sjaldgæfar, síðast í jan 2007, þannig ég held að maður sé í ansi lítilli hættu :). Þeir segja að það séu meiri líkur á að deyja á leiðina á ströndina en að verða fyrir árás. Allavega hef ég ekki ennþá hugsað um hákarl þegar ég er út í að surfa, maður hefur nú annað að hugsa um en það :)

Já svo er bara búið að vera frekar leiðinlegt veður hérna, rigning og rok líka, smá íslenskt já takk. Já það er skrítið á meðan það hlýnar í veðri hjá ykkur heima þá er að kólna hér :( en það fer víst ekki mikið niður fyrir 10-15 gráður, þannig ég ætla ekki að kvarta neitt.

Annars er það same old same old hér á bæ...lærdómur, leikskóli, leika,klifra, hlaupa...bíða og bíða (eftir atvinnuleyfi) og elda mat. Já það er frekar skrítið, allt í einu getur maður hugsað snemma dags hvað maður á að hafa í matinn á meðan heima þá var maður kannski klukkan hálfsjö að ákveða hvað ætti að vera í matinn...hehe smá munur en þetta fer vonandi að breytast, þó það sé reyndar mjög næs að hafa nægan tíma, en það má alveg fara milliveginn. Ég er líka búin að komast alveg að því að ég þarf að hafa eitthvað að gera. Finn sérstaklega fyrir því þegar Tómas er í leikskólanum, við setjum hann nefnilega í leikskólann 3x í viku til að hann sé vel aðlagaður ÞEGAR ég fer að vinna ( já þýðir ekkert annað en jákvæðni, er búin að vera að stútera secret aðeins, heheh ) og ég þarf alveg að halda í mér að fara að sækja hann á daginn. Annars höfum við nóg fyrir stafni þegar sá stutti er heima :)

Ég ætla svo að kíkja við í vinnunni hjá mér á morgun. Það var hringt í mig og spurt hvort ég vildi koma og komast aðeins inn í tölvumálin og svona...þau hafa greinilega áhyggjur að ég sé að deyja úr leiðindum heima hjá mér..heheh. Það er líka fínt að kíkja og hitta alla. Svo reyndar náði ég sambandi við formann Félag íslenskra sjúkraþjálfara. Hún ætlaði að hafa samband fyrir mig við sjúkraþjálfarfélagið hér í Ástralíu, hafði kynnst einhverjum í gegnum heimssamband sjúkraþjálfara og ætlar að athuga fyrir mig hvernig standi á öllum þessum hindrunum :) Þannig ég held að ég sé búin að koma mér í samband við alla þá sem mögulega geta aðstoðað mig í þessu. Krosslegg bara fingur og tær :)


Jæja nóg í bili af blaðri

later
Cheers

Elísabet, Himmi lestrarhestur og Tómas hjólagarpur :)

5 comments:

Anonymous said...

Það er nú snjór hjá okkur í dag. Ég væri alveg til í að hafa 15 stiga hita á veturnar. Alltaf jafn gaman að lesa síðuna ykkur. Vona að þið hafið það rosalega gott.
Knús úr Háahvamminum
Linda

Anonymous said...

Hæ ástarbossarnir mínir - ohhh ekkert smá flott síða hjá ykkur. Mun svo sannarlega kíkja oft hér inn og fá fréttir af ykkur. Mér finnst þið bara að vera að upplifa drauminn - algjörlega !!! vona þið njótið þess í botn og þú múslan mín getir farið að vinna soon.

knús og kossar

Elín

Anonymous said...

Hæhæ - var að kíkja á bloggið ykkar loksins. Frábært að geta fylgst með ykkur - tala nú ekki um myndirnar, eigum við að ræða það eitthvað hvað ég öfunda ykkur pínu! Allavega - þá hinkrið þið bara í svona 2 ár ... þá kem ég !!!

Njótið þess að vera þarna úti - ég fylgist með ykkur áfram af klakanum ;)

Anonymous said...

Hæhæ

Gaman af blogginu ykkar, ojjj Elísabet HÁKARLAR og þú segist ekki hugsa út í þetta, þú ert sem sagt ekta 100% töffari :)
Þekki þig nú það vel að ég veit að þú ert farin að bíða eftir að hafa nóg fyrir stafni, þú átt eftir að massa þetta vinnudæmi upp. Allir eiga eftir að hugsa, bara ef ég væri eins og hún, ekki spurning. Var ekki annars talað um þetta í the secret.

Annars bara knús til þín, sæta mín
Eva Lind

Anonymous said...

Hæ elskurnar,

Er ekki bara gott að vera heimavinnandi húsmóðir? Vona að það hafi eitthvað þokast áfram í þessu hjá þér Elísabet mín.
Kveðja, Fjóla