Tuesday, April 22, 2008

Frábær vika á enda!!!

Jæja nú hefur maður ekki bloggað í einhverja daga. Svo sem ekkert nýtt að frétta af fjölskyldunni en við erum búin að vera upptekin, fengum æðislega heimsókn að heiman. María, Sigurþór, Auður og Unnur komu til okkar sl miðvikudag og voru að fara núna áðan upp til Gold Coast þar sem þau ætla að vera í 2 mánuði, já svolítið tómlegt á heimilinu núna. Veðrið lék nú ekki alveg við okkur á meðan þau voru hérna, þannig það var ekki farin nein strandarferð að þessu sinni. Fórum nú nokkrum sinnum að surfa með Sigurþóri þar sem hann reyndi að kenna okkur nokkra góða takta..hehe. Fórum svo m.a. í Sydney Aquarium þar sem við skoðuðum m.a hákarlana sem deila með okkur sjónum ;). Svo var farið með Auði og Tómas í svona Veröldin okkar, þar sem voru fullt af leiktækjum og þar hömuðust þau í örugglega 2 tíma. Annars var bara eldaður góður matur og haft það kósý en fyrstu dagarnir hjá fjölskyldunni fóru nú í að reyna að jafna sig á aðeins 24 tíma fluginu :) Held samt að helsta afrekið hafi verið að í lokin hafi þau öll, meira að segja Sigurþór hafi verið farin að horfa á Biggest loser og So you think you can dance...hehe.

Annars ætla ég og Tómas að kíkja á þau núna á laugardaginn, já ákváðum að skella okkur í svona viku þarna upp eftir, leyfa húsbóndanum að læra svolítið og stytta biðina mína. Það verður æðislegt að komast þangað, fá smá sól kannski og geta farið að surfa jafnvel á hverjum degi, þar sem þau búa alveg við ströndina, ekki amalegt.

Jæja smá fréttaskot héðan, förum svo að setja inn myndir fljótlega,húsbóndinn bara búinn að vera ansi upptekin í skólanum, var í prófi sl helgi og á mánudaginn, gekk ágætlega kallinum.

Annars biðjum við að heilsa öllum heima og söknum allra rosalega mikið :)

Knús og kveðjur

Sydneybúarnir

No comments: