Saturday, April 5, 2008

Grillaður túnfiskur, klifur og gott veður :)



Hæ hæ gott fólk.


Jæja þá er komið laugardagskvöld hér suðurfrá. Vorum að setja inn nýjar myndir þeir sem vilja kíkja og ákvað að koma með smá blogg þó það sé engar svaðalegar fréttir af okkur familiunni :) Bara allt fínt að frétta, eiginlega bara svona það sama, skóli, bið og aftur bið og leikskóli hjá Tommaling, það er svona daglega rútínan eins og er.




Svo var nú helgin byrjuð með stæl þar sem við hjúin ákváðum að gera frumraun okkar í að grilla túnfisk (Ok, Himmi sá um að grilla hann, en ég var svona andlegur stuðningur:) ). Vá hvað hann var góður, toppaði næstum því túnfiskinn sem við fengum á Nýja Sjálandi, vel gert bóndi minn ;). Himmi tók nú laugardaginn snemma með lærdóm út á svölum, en þegar sólin var farin að bræða hann ansi vel og helsta lestrinum lokið ákvað familian að skella sér að klifra. Stefnan var tekin á Palm Beach þar sem búlder klifur er á ströndinni, hljómar alls ekki illa nei. Þið getið líka séð "NOKKRAR" myndir þaðan...hehe. Þetta er alveg æðislegur staður, þetta er svona draumastaður að klifra á, við ströndina og maður getur tekið allan pakkann þarna, surf, sól og klifur..ó já beibí. Sem sagt þarna eyddum við Himmi upp á okkur fingurna, alveg þess virði samt og litli kútur fylgdist sáttur með, prófaði meira að segja klifurtútturnar sínar og þess á milli skammaði hann mömmu sína fyrir að detta úr klettunum. Sagði henni nú hvað það væri rosalega hættulegt að klifra, og hvað það væri hættulegt að detta svona....já ekki amalegt að hafa einn svona ungan herra sem segir manni til syndanna, heheh.




Annars er lítið að frétta úr Ástralíunni svo sem. Reyndar heyrðum við ansi magnaðar fréttir í sjónvarpinu í gær eða fyrradag. Hafið þið heyrt um óléttan mann, jú trúið því, það er einn slíkur í Bandaríkjunum. kannski er ég síðust með fréttirnar en okkur fannst það ansi magnað hér að heyra um óléttan karlmann, Himmi sagði reyndar strax, nei takk...hehehe. Svo fann ég nú svolítið til með ykkur heimalingarnir mínir á fróni þar sem ég fylgdist með veðurtölunum í öllum helstu borgum heims og þar toppaði Reykjavíkin okkar skalan, eða botnaði öllu heldur með 2° , já ég get ekki sagt að ég öfundi ykkur, held mér við hitan hér niður frá. Reyndar fer náttúrlega að styttast í veturinn hér, dettur þá alveg niður í kannski 15 gráður :)




Svo er það bara lærdómur hjá Himmanum á morgun, próf og læti á mánud og þriðjud, kallinn verður að standa sig, á meðan fara mæðginin bara út að leika:)




Bæjo í bili


Aussiefamilian :)

2 comments:

Anonymous said...

Hæ elsku fjölskylda, gaman að sjá hvað þið eruð ótrúlega dugleg að njóta ykkar. Svona á lífið að vera :). Erum að byrja að plana sumarið, ÁHH er alveg ákveðinn að gera allt til að komast til ykkar í nokkra daga. Ætla svissa héðan og tékka á myndunum hjá ykkur,

knús á línuna

Bkv.
Eva Lind

Freon said...

Hæ,
gott að heyra að Himmi er ekki að læra yfir sig, gefur sér tíma til að huga að faelíunni og klifri!!!
Ólétti gaurinn hlítur að vera Scott-gaurinn í sjónvarpinu...hann er ekki óléttur, bara konan sem hann vill kannski giftast...leikari úr Happy Days með Fonzy;)
Jæja, verð að halda áfram að reyna að laga á mér bilaðar sinar
Hilsen
Freon