Wednesday, April 2, 2008

Fyrstu veikindin komin og farin...og meira vinnustúss

Halló allir saman, jæja kannski komin tími á nýtt blogg.
Annars er svo sem ekkert nýtt að frétta af okkur héðan úr Aussielandi. Reyndar fékk Tommalingurinn sína fyrstu gubbupest á mánudaginn, vaknaði á mánudagsmorgunin og byrjaði á því að kasta upp, þannig það var engin leikskóli þann daginn (held honum til mikillar ánægju að fá að vera heima hjá mömmu sinni). Svo kastaði greyið kallinn nú nokkrum sinnum upp yfir daginn og fannst það nú ekki mjög geðslegt...bað mömmu sína alltaf um að þurrka, þurrka. Svo svaf hann eiginlega allan daginn og vaknaði galvaskur, já reif þetta bara úr sér strax:)

Svo er náttúrlega endalaust stúss í kringum þetta helvvvv.....atvinnuleyfi, þið eruð örugglega alveg að fá nóg af þessu blaðri í mér í sambandi við það, en maður verður nú að fá útrás einhversstaðar. Ég er búin að vera í sambandi við Háskólann heima, við nemendaskrá og búin að senda póst á sjúkrþjálfunarskorið, ekki gerir tímamismunurinn það auðvelt að vera í sambandi:/. Síðan varð ég það desperat í dag að ég ákvað að hafa upp á ræðismanninum okkar Íslendinga hér í NSW og athuga hvort hún gæti gert nokkuð fyrir mig. Heppnin hélt áfram og hún er stödd á Íslandi eins og er og getur þar af leiðandi ekki gert mikið í málinu. Síðan talaði ég við Jonathan vinnuveitandann minn og hann bað mig um að hringja í registration boardið (þeir sem veita atvinnuleyfi) í Suður Ástralíu, Tasmaníu og Nýja Sjálandi og ath hvenær næsti fundur yrði hjá þeim og hvort það væri möguleiki að fá leyfi þar....og alls staðar var svarið NEI. Þannig ég verð allavega að bíða þar til í miðjan maí eftir næsta fundi hér og KROSSLEGGJA fingur að ég fái leyfið. Vona að þeir viðurkenni gögnin sem ég get útvegað þeim. Svolítið fáránlegt en ég var einmitt að frétta af einum áströlskum sjúkraþjálfara sem var að byrja að vinna sem sjúkraþjálfari í Reykjavík, efast um að þeir hafi gert honum svona erfitt fyrir heima. Jæja nóg komið af þessu blaðri í mér. Himmi var svo bara á fullu að læra í dag, þar sem hann er að fara í próf á netinu sem byrjar á morgun og annað á mánudag, já nóg að gera að vera í masternámi:/. Síðan tók hann sér nú hlé og við fórum að klifra í GEÐVEIKA innanhúsklifursvæðinu, o það er svo geðveikt gaman þar, það er eins og að vera komin í nammiland eða eitthvað þegar maður kemur þarna inn. Háir veggir með FULLT FULLT af leiðum:), það skilja mig kannski einhverjir;) Svo var farið heim og eldað uppáhaldsmatinn hans Tommalings, allavega einn af þeim, þar sem hann borðaði held ég meira en mamma sín og pabbi, ekkert smá sem svona litlir kroppalingar geta borðað, alveg ótrúlegt. Svo var litla orkuboltanum hent í bað, ekki það skemmtilegasta sem hann gerir þessa dagana, skrítið því hann elskaði bað og sund heima, en vill varla sjá það hérna úti :/ Og núna er víst að styttast í nóttina hér, þannig ég ætla að kveðja ykkur í bili


Bið að heilsa ykkur öllum heima

Cheers Betan

1 comment:

Thorey said...

Jess til hamingju með prófið!! Vona að leyfið fari að detta inn.
Hafið það rosa gott.
Knús
Þórey
p.s búin að vera mjög netlítil síðustu vikur og hef oft og mörgum sinnum hugsað til einkunninar þinnar.
Kossar