Sunday, March 30, 2008

Helgin á enda!!!

Halló gott fólk. Jæja þá er enn ein helgin á enda hérna suðurfrá hjá okkur. Hún byrjaði eiginlega svolítið snemma hjá okkur, þar sem Himmi var ekki í skólanum í síðustu viku. Við fjölskyldan byrjuðum náttúrlega á því að halda upp á að Betan náði prófinu með því að fara út að borða á ítalskan veitingarstað, nammi namm:) Svo þurfti Himmi nú að læra á föstudeginum en við Tómas höfðum það notalegt á meðan, við höfum sko alltaf nóg að gera. Svo var farið að klifra í flotta innanhúsklifurhúsinu okkar;).

Á laugardaginn var vaknað snemma þar sem við vorum búin að ákveða að fara í "Bláfjöllin" eða Blue Mountains þar sem við hugðumst klifra. Við vorum 2 tíma á leiðinni og svo var klifrað svona næstum allan daginn, eða það sem litli kall þoldi. Hann var samt alveg ótrúlega góður, byrjaði náttúrlega á því að kúka vel....já auðvitað verður maður að láta hafa fyrir sér, og svo var hann bara að dunda sér með bílinn sinn í kring, reyndar stóð mömmunni ekki á sama um allar flugurnar sem voru þarna í kring, skíthrædd um litla kútinn sinn;) Svo að lokum sofnaði litli kallinn bara út í náttúrunni við lækjarniðinn, á meðan foreldrarnir eyddu skinninu á höndunum á sér upp til agna...já ái, það var vont. Svo vorum við komin heim um sjöleytið og þá var eldað og haft það kósý um kvöldið, með smá rauðvínsdrykkju;)

Sunnudagurinn var svo nokkuð rólegur, Himmi reif sig á fætur(átti reynar svolítið erfitt með það, ekki í fyrsta skiptið) og fór að læra. Erla, stelpa sem býr hérna ekki svo langt frá kíkti á mig þar sem ég var búin að lofa henni að hjálpa henni með bakið á sér, þar sem hún fékk þær leiðinlegu fréttir um daginn að hún væri með brjósklos. Eftir meðferð hjá Betusjúkraþjálfun var rætt um lífið down under og hvað hægt væri að gera saman á næstunni, og svo "fylgdum" við fjölskyldan henni með Tómas á nýja hjólinu sínu út á lestarstöð. Svo fórum við fjölskyldan í búðina á leiðinni heim. Já búðarferð getur oft verið ansi strembin, sérstaklega þegar maður er með einn alveg dauðþreyttan og íssjúkan með sér og sér ekkert annað en ís þegar hann kemur inn í búðina. Foreldrarnir ákváðu þó að standa ströng á sínu (já strangt uppeldi hér á bæ) og gefa ekki eftir (þó það hafi verið MJÖG erfitt) og að lokum þurfti litli kall að játa sig sigraðan....þannig ekki var það Magnum ís þennan daginn...nei það er ekki hægt að lifa á Magnum ís, hann skilur það bara alls ekki af hverju í ósköpunum það er ekki hægt. Svo var farið heim og eldað, sest niður fyrir framan TV-ið og Betan horfði á uppáhaldsþættina sína, Biggest Loser, common það er nú ansi gaman að sjá hvað þau léttast mikið, og svo my favorite, So you think you can dance ;)

Svo er bara ný vika á morgun, Himmi fer í skólann, Tómas í leikskólann og ég????? Já eitt spurningarmerki ennþá, fer allavega að vinna í mínum málum. Hringja í Taxation office hér og ná sambandi við Háskólann heima(reyndar annað kvöld) og fleira, já alveg nóg að redda. Annars VONAST ég eftir því að fara að vinna í vikunni, í svona training, krossa bara fingur. Annars verður maður nú að monta sig aðeins...ég kíkti á heimasíðuna hjá vinnunni minni(tilvonandi) og þau eru bara búin að setja mann inn á síðuna sem starfsmann, ég fékk nú alveg þvílíka hláturskastið þar sem þau skrifa að ég sé komin til Ástralíu til að fara í nám og sé með incredible sports background...heheh og það sem toppaði allt var umfjöllun um klifurafrek mín heima, með titil í klifri heima...híhíhíh, guð ég hélt ég myndi deyja, þannig þetta þýðir klifur 5x í viku og hardcore æfingar til að geta uppfyllt væntingarnar;)

Jæja ekki meiri fréttir í bili. Ætla að fara að sofa-góða nótt

Knús frá okkur suðurfrá

Cheers Aussie familian

3 comments:

Fía said...

svo gaman að geta fylgst með ykkur :) ég skal krossleggja fingurnar fyrir þig, Gummi biður að heilsa
kv Fía

Anonymous said...

Kvitt kvitt - bestu kveðjur frá okkur á Furuvöllum.

ps. mér finnst þú eiginlega verða að láta linkinn á vinnusíðuna fylgja með :o)

Anonymous said...

Kvitta hér með fyrir komu mína, sendi knús á línuna .... yndislegt að sjá hvað þið hafið það gott

knús
Eva Lind