Já það var aðeins betra að fara að sofa í gærkvöldi eftir að hafa náð þessu blessaða prófi. En þeir sem ekki vita þá var þetta svona soldil pressa á mér að ná þessu. Í fyrsta lagi flaug ég náttúrlega til Nýja Sjálands til að taka þetta próf, í öðru lagi verð ég að hafa þetta próf ef ég ætla að hafa séns á því að fá atvinnuleyfi , og ef ég ætla í skóla þá verð ég að vinna í 8 mánuði í viðbót (soldið langsótt) og í þriðja lagi eru þau náttúrlega í vinnunni að bíða eftir að ég geti farið að vinna og þau höfðu alveg endalausa trú á að ég myndi ná þessu prófi, bara ekkert mál, þeim finnst náttúrlega eðlilegast í heimi að ná einhverju enskuprófi, en fyrir Íslending eins og mig...neibb ekki sjálfsagt:/
En allavega við fórum náttúrlega með prófið upp í Registration Board(sem sagt það eru þeir sem gefa atvinnuleyfi) í gær og þau ætla að vera aldeilis erfiðir maður...dísús. Nú eru þeir svona á báðum áttum með gögnin sem ég fékk frá Háskóla Íslands um námið mitt, finnst það ekki nógu nákvæmt og næsti fundur hjá þessu blessaða ráði ekki fyrr en 13.maí...soldið langt þangað til. En ég held að ég byrji nú að vinna, í svona training hálfgerðri eins og þeir kalla það hér og það er svo fyndið þau kalla það sko að koma on board í þeirra team...jebb ég verð hluti af svakalegu teami þarna í vinnunni, í bolum merktum þeim og allt ;) Þetta er allavega allt mjög spennandi og ég get eiginlega ekki beðið eftir að fara að vinna, manni er farið að kitla í hendurnar bara, þó það sé alveg ágætt líka að vera í fríi ;)
Annars er bara sama sagan hér á bæ, Himmi að læra og ég og Tómas að dúllast eitthvað, engin leikskóli í dag þannig við erum bara að leika saman, og það finnst mínum kalli sko SKEMMTILEGAST :)
En bless í bili og stórt knús til allra
Ástralíufamilian:)
Thursday, March 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
GREAT BLOG
PLEASE
CAN YOU ENTER IN MY BLOG IN ORDER TO TAKE THE FLAG OF YOUR COUNTRY AND IT IS WRITTEN IN MY MAP OF VISITORS?
THANK YOU
lefobserver.blogspot.com
Til hamingju með prófið Elísabet mín. Hlakka til að heyra hvernig gengur í vinnunni hjá þér. Bið að heilsa strákunum.
Kv. Linda
Post a Comment