Fjölskyldan byrjaði daginn snemma á því að pípari sem var að fara að laga sírennsli á öðru klósettinu hringdi bjöllunni klukkan 7:15 (já þeir byrja snemma enda mikilvægt að laga klósettið). Síðan þegar litli engillinn vaknaði uppúr 8 og var búinn með morgunmatinn sinn að þá ákváðum við að drífa hann í leikskólann og fara á pósthúsið. Himmi hætti að læra til að sýna mér stuðning í verki. Úff þið trúið því ekki hvað þetta var löng og erfið stund.
Röðin var löng einsog vanalega í pósthúsinu, og síðan reyndi konan í afgreiðslunni að gera okkur lífið leitt með því að biðja um staðfestingu á því að við búum á þessum stað osfrv....og við vorum bara með VISA kort sem skilríki, ekkert vegabréf eða önnur gild gögn. Við náðum nú að sannfæra hana um mikilvægi þessa bréfs og sannfærðum hana um að þetta er okkar bréf. Þá kemur í ljós að maðurinn hennar er líka sjúkraþjálfari og er að reyna að sækja um REGISTRATION. Hann var búin að fá vinnu á spítala en getur ekki unnið f. en hann fær þessa staðfestingu. Sjúkraþjálfaraskírteinið hans frá Filipseyjum virkar víst ekki hérna frekar en íslenskt. En hann er að reyna að fá PERMANENT skírteini en ekki bara TEMPORARY einsog ég er að reyna og er það mun lengri og erfiðara ferli. Þrjú mjög erfið próf og allur pakkinn.
En síðan löbbuðum við út með hnút í maganum og héldum á bréfinu. Himmi talaði um að þetta gæti bara farið uppá við, við værum búin að sætta okkur við að ég næði ekki og ef ég myndi ná væri það bara plús og æðislegt. Himmi vildi ekki opna bréfið í skugganum og röltum við því útað sjó og löbbuðum þar meðfram (voða rómo). Ég vildi setjast á bekk til að róa mig niður en það var í skugga og Himmi tók það ekki í mál, sagði að það væri skárra að fá vondar frétti í sól heldur en skugga. Svo opnum við umslagið, passamyndirnar detta og fullt af bréfum og umslag inní þessu umslagi. Við opnum innsiglaða umslagið og þar er eitthvað leiðinlegt bréf og þá bendir Himmi á að niðurstöðurnar eru á blaðinu f. aftan. Ég fletti því við og ég bara er ekki alveg að finna niðurstöðurnar þegar Himmi rumar upp tölur og segir að ég hafi náð. Já ég náði, með slétt 7. Fékk 6,5 í hlustun, 7,0 í leshlutanum, 6,5 í skriflega og 7,5 í talmáli sem gerir víst 7 í heildina. En ég mátti heldur ekki fá undir 6,5 í neinu af þessum fjórum hlutum.
Ég hringdi strax heim í Mömmu og Pabba enda mikil spenna og gleði sem þurfti að losa út. Þetta bjargaði deginu. Núna ætlum við Himmi að drífa okkur niður á REGISTRATION BOARD skila inn prófinu og bíða og sjá hvort það er eitthvað annað sem þeir finna að umsókninni minni.
Well, skrifa meira seinna, get ekki setið lengur af spenning og hlakka svo til að tilkynna Jonathan og Irene (eigendur af sjúkraþjálfunarstofunni sem ég er að fara að vinna á og yfirmenn mínir, Great Western Physiotherapy) að ég hafi náð.
Kveðja frá down under,
Elísabet+Hilmar+Tómas :) :)

2 comments:
Til hamingju með prófið!! Spennandi;)
Kv Anna Lára
Sagði það! Til lukku
Post a Comment