Sunday, March 23, 2008

Fyrsta bloggið....

....hefur loksins litið dagsins ljós.

Hérna getur þú fengið upplýsingar um hvað hefur drifið á daga fjölskyldunnar down under. Nú erum við bráðum búin að vera í Ástralíu í tvo mánuði og ýmislegt búið að gerast og frá ýmsu að segja.....

Við erum búin að koma okkur vel fyrir í litlu suburb-i af Sydney sem heitir Rhodes. Mjög rólegur og lítill staður, frábært að vera hér nema það er svolítið langt frá ströndinni að mati Betunnar:) En þetta er svona mitt á milli skólans hjá Himma og vinnunnar minnar (eða þar sem ég vonandi fer að vinna:/) Við búum á 4.hæð í stórri blokk, með sundlaug og gymi og alles í húsinu, ekki slæmt;) Svo erum við með útsýni yfir ólympíuþorpið.

Annars er Himmi byrjaður í skólanum og meira en nóg að gera hjá kallinum (hann hefði nú alveg viljað hafa meiri tíma í surf og fleira) en það er víst vinna að vera í master námi;) Svo er Tómas byrjaður í leikskóla, alveg æðislegur leikskóli, svolítið dýrt að okkar mati að vera með börn í leikskóla en það verður að hafa það. Vildum að hann byrjaði svo við værum búin að aðlaga hann vel áður en ég fer að vinna. Svo er ég nú eiginlega bara að bíða þessa dagana....það er nú stór hnútur í maganum á mér þessa dagana að bíða eftir þessu blessaða enskuprófi, ég verð nú að segja að ég er ekkert alltof bjartsýn með þetta próf, en kraftaverkin gerast víst enn;) Þannig þetta er ennþá svolítið óráðið hjá mér ennþá, snýst allt um hvað ég fæ í þessu prófi hvort ég fái að vinna sem sjúkraþjálfari eða ekki!!!

Annars er lífið bara nokkuð ljúft hérna down under, veðrið hefur verið fínt, reyndar fyrstu tvær vikurnar var hundleiðinlegt veður, svo erum við búin að fá sól og sumar hérna og upplifað alvöru sumarfíling. Reyndar fór svo veðrið eitthvað að svíkja okkur núna um páskana.

Talandi um páskana, þetta voru nú svolítið öðruvísi páskar en maður hefur upplifað áður. Í fyrsta lagi var ekkert ekta íslenskt Nóa Siríus páskaegg á boðstólnum, í öðru lagi enginn lærdómur eins og maður hefur þurft að gera í mörg ár og í þriðja lagi ekkert snjóbretti(ó nei langt frá því). Í staðinn fórum við í tívolí á páskadag, ætluðum að eyða páskadegi á ströndinni, fara að surfa og svona, en svo var eiginlega bara ekkert varið í veðrið til að byrja með, þannig við ákváðum að fara í tívolí sem er í ólympíuþorpinu. Þar fékk Tommalingurinn að upplifa allt það sem honum finnst mest spennandi í lífinu í dag.....fara í Tomma Togvagn lest, fara í bílana, horfa á fullt af sprengjum(flugeldum) og freestyle mótorhjólatöffara að stökkva heljarstökk og fleira.....og það sem setti náttúrlega punktinn yfir i-ið að vera með mömmu sinni og pabba og pabbinn endaði kvöldið frábærlega með því að vinna stóran Bubba Byggi bangsa fyrir einkasoninn, með því að hitta körfubolta í körfu, förum ekkert nánar út í fjölda tilrauna ;) Þannig við litla fjölskyldan áttum ánægjulegan páskadag....og við óskum náttúrlega öllum heima gleðilegra páska:)

Jæja þetta var fyrsta bloggið og ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa fréttir hérna inn þannig þið getið fylgst með okkur hérna langt langt í burtu.

Bless í bili Ástralíufamilian.

5 comments:

Thorey said...

Frábært að fá blogg frá ykkur og þá fréttir í leiðinni. Vá 2 mánuðir síðan þið fóruð! Hrikalega er tíminn fljótur að líða. Ég mun fylgjast hérna spennt með ykkur.
Hafið það sem allra best.
Knús
Þórey

Anonymous said...

Æðislegt að fá að fylgjast svona með ykkur. Takk kærlega fyrir sms á laugardaginn. Vona að allt gangi vel hjá ykkur.
Risaknús til ykkar
Linda

Unknown said...

Hlakka til að lesa um skemmtilegheitin þarna suðurfrá:)
Knús og kossar héðan frá Íslandi!
Unnur Sædís

Anonymous said...

Gaman að geta fylgst með ævintýrunum í Ástralíu. Við söknuðum ykkur á föstudaginn.
Við Natalía erum alltaf að kíkja á myndirnar af Tómasi frænda :)
knús Elfa

Freon said...

Gaman að heyra í ykkur og allt gangi vel. Þú rúllar upp þessu enskuprófi! Knúsaðu Himma frá frændanum í Kanada...annarskonar lærdómur í gangi hérna!
Pura Vida