Jæja best að koma með eina stutta færslu, svona til öryggis ef einhver skyldi vera að lesa bloggið okkar, veit að það gerist ekki mikið á þessu bloggi, ætla ekki að koma með neinar afsakanir, en samt sem áður er búið að vera ansi mikið að gera í vinnunni hjá mér. Svo ég haldi nú áfram að tala um vinnuna þá virðist vera að ég sé orðin "fræg" í Ástralíu, hehe, nei nei ekki alveg. En það er nú frekar fyndið. Ég er sem sagt með eina í sjúkraþjálfun sem stjórnar einhverjum útvarpsþætti á einni stöðinni hérna í Sydney, er reyndar local stöð þannig hún er ekki um alla Sydney. Hún sem sagt kom til mín í sjúkraþjálfun og sagði mér að hún hefði verið að tala um mig í þættinum sínum. Þau höfðu eitthvað verið að tala um hvað þau hefðu verið að gera og hún fór þá að tala um að hún hefði verið hjá sjúkraþjálfaranum sínum. Þá fór önnur að tala um að hún hefði nú verið hjá einum stórum karlmannssjúkraþjálfara sem hefði alveg verið að drepa hana. Þá sagði hún....ég er nú hjá einni lítilli ljóshærðri og ég get lofað þér að það er sko ekkert skárra:) Já þó maður sé ekki stórvaxin karlmaður, þá getur maður alveg látið finna fyrir sér þegar þess þarf;) Var samt ekki alveg að fatta þetta með ljóshærða hárið, en allir hérna down under segja að ég sé ljóshærð, á íslenskum mælikvarða, ekki svo viss, meira brunette eins og þeir segja. Já það eru ekki allir sem fá umfjöllun í áströlsku útvarpi, hehe:)
Jæja svo er komið að stóru stundinni hjá okkur litlu fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru að lenda down under eftir um það bil 12 tíma. Ég á svolítið erfitt með að trúa þessu, þar sem maður hefur verið að telja niður í ca 5 mánuði held ég. Þannig ég veit ekki hvað ég verð mikið í tölvunni næsta mánuðinn, en reyni nú að koma með smá fréttir af okkur. Annars erum við að stefna að því að ferðast eitthvað smá og svo eru það náttúrlega áströlsk jól og svo flutningar til Adelaide og skóli hjá mér. Já nóg af spennandi tímum framundan, ég leyfi ykkur að fylgjast með og endilega commentið eitthvað sniðugt hérna hjá okkur.
knús á allt liðið heima
Fjölskyldan down under